Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2016 19:30 Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira