Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 11:13 Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson: EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson:
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06