Emil: Er í plús í pókernum og þannig verður það Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 08:00 Emil Hallfreðsson nýtur lífsins í villunni með strákunum okkar. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22