Skotárásin í Orlando: Árásarmaðurinn sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 20:55 FBI hafði yfirheyrt hinn 29 ára gamla Omar Mateen í þrígang síðustu ár vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkahópa. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando. Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando.
Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14