Skotárásin í Orlando: Árásarmaðurinn sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 20:55 FBI hafði yfirheyrt hinn 29 ára gamla Omar Mateen í þrígang síðustu ár vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkahópa. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando. Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando.
Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14