Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2016 15:45 Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30