Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur 14. júní 2016 21:04 Hannes var valinn maður leiksins af Vísi í kvöld, en hann átti frábæran leik. vísir/getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30