Heimir: Sumir sprengdu skalann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 22:12 „Auðvitað var tilfinningin góð. Sérstaklega þar sem við gerum okkur fulla grein fyrir styrkleika Portúgals. Við viljum sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundinum eftir leikinn gegn Portúgal í kvöld. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli eins og alþjóð veit en Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands snemma í síðari hálfleik. „Portúgal var meira með boltann og voru hættulegri. Það er erfitt að spila gegn Portúgal enda erum við sannfærðir um að þeir séu með eitt besta lið keppninnar. Portúgal mun ná mjög langt.“ „Þess vegna er þetta svona góð frammistaða. Við náðum að stöðva svo margt í þeirra spili. Við vorum afar skipulagðir og fyrir utan 1-2 atvik þá vorum við einbeittir og agaðir. Þetta var liðssigur og það er erfitt að ætla að taka einhvern einn úr okkar liði. Strákarnir fá mikið hrós.“ „Og tilfinningin er góð. Nú getum við farið aðeins afslappaðri í næsta leik,“ sagði Heimir enn fremur. Hann segir að það hafi verið lagt upp með að fara rólega í leikinn og setja langa bolta á Portúgal. Kolbeinn hafi unnið marga bolta en að strákarnir hafi ekki verið nógu duglegir að vinna þann síðari. „Við töpuðum boltanum of fljótt eftir að hafa unnið hann. Við þurftum að gefa okkur meiri tíma til að ná andanum á milli sókna Portúgals og vera rólegri með boltann,“ sagði hann enn fremur. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins í jöfnu íslensku liði af blaðamönnum Vísis en Heimir vildi samt ekki hæla honum fremur en öðrum. „Það væri ósanngjarnt að taka einhvern út. Hann átti mjög góðan leik eins og svo margir aðrir. Það væri til dæmis mjög gaman að fara yfir hlaupatölurnar. Það eru margir sem tóku skrefamælinn og sprengdu skalann. Það verða einhverjir með harðsperrur á morgun.“ „Það eru allir þreyttir en enginn meiddur. Nú förum við í endurhæfingu og endurheimt. Við sjáum svo til á morgun og hinn. En ég held að nú sé gleðin öðru yfirsterkari, sérstaklega þreytu.“ Hann sagði að íslenska liðinu hefði liðið eins og að það væri á heimavelli, slíkur var stuðningurinn úr stúkunni. „Þetta var eins og heimaleikur. Stuðningsmenn voru ótrúlegir. Þetta var eins og að spila heima. Þá leið okkur mjög vel.“ Hann segir að það sé engin sérstök leið til að stöðva sóknarmenn Portúgals, Ronaldo og Nani, eins og Ísland gerði í kvöld. „Það er ekki hægt að setja einn mann á Ronaldo. Þetta verður að vera liðsvinna. Það verður að vera gott skipulag og menn verða að loka svæðum. Þetta var virkilega gott og vel að verki staðið hjá strákunum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur. 14. júní 2016 21:04 Nani: Við vorum betri en ein fyrirgjöf kom okkur á óvart Maður leiksins að mati UEFA, Portúgalinn Nani, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í kvöld. 14. júní 2016 21:19 Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið Lagði Portúgal að velli 18-17. 14. júní 2016 22:02 Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu Fyrirliði Portúgala tók ekki í hendur íslensku leikmannanna eftir leik 14. júní 2016 21:36 Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að F-riðill sé flókinn og í uppnámi eftir úrslit dagsins. 14. júní 2016 21:31 Birkir Már: Þurfum að halda okkur á jörðinni Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Íslands, segir að það hafi verið rosaleag mikilvægt að fá jöfnunarmark snemma í síðari hálfleik. Hann segir liðið geta vel við unað eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:11 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Auðvitað var tilfinningin góð. Sérstaklega þar sem við gerum okkur fulla grein fyrir styrkleika Portúgals. Við viljum sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundinum eftir leikinn gegn Portúgal í kvöld. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli eins og alþjóð veit en Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands snemma í síðari hálfleik. „Portúgal var meira með boltann og voru hættulegri. Það er erfitt að spila gegn Portúgal enda erum við sannfærðir um að þeir séu með eitt besta lið keppninnar. Portúgal mun ná mjög langt.“ „Þess vegna er þetta svona góð frammistaða. Við náðum að stöðva svo margt í þeirra spili. Við vorum afar skipulagðir og fyrir utan 1-2 atvik þá vorum við einbeittir og agaðir. Þetta var liðssigur og það er erfitt að ætla að taka einhvern einn úr okkar liði. Strákarnir fá mikið hrós.“ „Og tilfinningin er góð. Nú getum við farið aðeins afslappaðri í næsta leik,“ sagði Heimir enn fremur. Hann segir að það hafi verið lagt upp með að fara rólega í leikinn og setja langa bolta á Portúgal. Kolbeinn hafi unnið marga bolta en að strákarnir hafi ekki verið nógu duglegir að vinna þann síðari. „Við töpuðum boltanum of fljótt eftir að hafa unnið hann. Við þurftum að gefa okkur meiri tíma til að ná andanum á milli sókna Portúgals og vera rólegri með boltann,“ sagði hann enn fremur. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins í jöfnu íslensku liði af blaðamönnum Vísis en Heimir vildi samt ekki hæla honum fremur en öðrum. „Það væri ósanngjarnt að taka einhvern út. Hann átti mjög góðan leik eins og svo margir aðrir. Það væri til dæmis mjög gaman að fara yfir hlaupatölurnar. Það eru margir sem tóku skrefamælinn og sprengdu skalann. Það verða einhverjir með harðsperrur á morgun.“ „Það eru allir þreyttir en enginn meiddur. Nú förum við í endurhæfingu og endurheimt. Við sjáum svo til á morgun og hinn. En ég held að nú sé gleðin öðru yfirsterkari, sérstaklega þreytu.“ Hann sagði að íslenska liðinu hefði liðið eins og að það væri á heimavelli, slíkur var stuðningurinn úr stúkunni. „Þetta var eins og heimaleikur. Stuðningsmenn voru ótrúlegir. Þetta var eins og að spila heima. Þá leið okkur mjög vel.“ Hann segir að það sé engin sérstök leið til að stöðva sóknarmenn Portúgals, Ronaldo og Nani, eins og Ísland gerði í kvöld. „Það er ekki hægt að setja einn mann á Ronaldo. Þetta verður að vera liðsvinna. Það verður að vera gott skipulag og menn verða að loka svæðum. Þetta var virkilega gott og vel að verki staðið hjá strákunum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur. 14. júní 2016 21:04 Nani: Við vorum betri en ein fyrirgjöf kom okkur á óvart Maður leiksins að mati UEFA, Portúgalinn Nani, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í kvöld. 14. júní 2016 21:19 Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið Lagði Portúgal að velli 18-17. 14. júní 2016 22:02 Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu Fyrirliði Portúgala tók ekki í hendur íslensku leikmannanna eftir leik 14. júní 2016 21:36 Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að F-riðill sé flókinn og í uppnámi eftir úrslit dagsins. 14. júní 2016 21:31 Birkir Már: Þurfum að halda okkur á jörðinni Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Íslands, segir að það hafi verið rosaleag mikilvægt að fá jöfnunarmark snemma í síðari hálfleik. Hann segir liðið geta vel við unað eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:11 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur. 14. júní 2016 21:04
Nani: Við vorum betri en ein fyrirgjöf kom okkur á óvart Maður leiksins að mati UEFA, Portúgalinn Nani, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í kvöld. 14. júní 2016 21:19
Kolbeinn vann fleiri skallabolta en allt portúgalska liðið Lagði Portúgal að velli 18-17. 14. júní 2016 22:02
Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu Fyrirliði Portúgala tók ekki í hendur íslensku leikmannanna eftir leik 14. júní 2016 21:36
Santos um markvörslu Hannesar: Nani veit ekki enn hvernig hann varði Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að F-riðill sé flókinn og í uppnámi eftir úrslit dagsins. 14. júní 2016 21:31
Birkir Már: Þurfum að halda okkur á jörðinni Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Íslands, segir að það hafi verið rosaleag mikilvægt að fá jöfnunarmark snemma í síðari hálfleik. Hann segir liðið geta vel við unað eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:11