Stólaleikur á vinnumarkaði Lars Christensen skrifar 15. júní 2016 10:00 Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast. Lars Christensen Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast.
Lars Christensen Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira