Smjörklípa aldarinnar Skjóðan skrifar 15. júní 2016 10:00 Panama-skjölin komu fram í sviðsljósið með miklum hvelli. Forsætisráðherra neyddist til að segja af sér embætti. Einhvern veginn hefur tveimur öðrum ráðherrum, sem tengdust Panama-félögum, tekist að sitja áfram í sínum stólum, sennilega mest fyrir þá sök að hafa ekki sýnt af sér þá furðuframkomu sem fyrrverandi forsætisráðherra sýndi. Ekkert hefur heldur fram komið sem bendlar fjármála- og innanríkisráðherra eða maka þeirra við kröfuhafa í gömlu bankana. Tveir lífeyrissjóðastjórar máttu yfirgefa sviðið vegna Panama-félaga. Einn borgarfulltrúi sagði af sér og gjaldkeri stjórnmálaflokks, sem raunar virðist ekki hafa verið í Panama-skjölunum heldur átt sín félög annars staðar. Nokkrir útrásarvíkingar reyndust vera með Panama-félög en engar nýjar fréttir voru í því, nema þá að furðu vekur að ekki skuli fleiri þekktir útrásarvíkingar vera þarna á blaði. Boðað var að flett yrði ofan af aflandsfélögum fyrirtækja og einstaklinga úr íslenskum sjávarútvegi. Leið og beið og eftirvæntingin óx. Þær litlu upplýsingar sem fram komu virtust óspennandi. Því næst var beðið eftir 9. maí. Þá átti að opna lungann af Panamaskjölunum fyrir allan almenning á netinu. Þar hlyti eitthvað bitastætt að koma fram. Í millitíðinni komst forseti Íslands að þeirri niðurstöðu að óvissan í íslenskum stjórnmálum væri svo þrúgandi að hann yrði að fórna sér og bjóða sig fram til að gegna embættinu enn eitt kjörtímabilið. Á útlendri sjónvarpsstöð var hann spurður hvort hann, eiginkona hans og fjölskylda tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. Hann sagði nei og aftur nei og svo aftur og aftur. Hið gagnstæða kom í ljós. Fylgi forsetans hrundi dagana fram til 9. maí. Sunnudaginn 8. maí mætti síðan Davíð Oddsson á Bylgjuna og lýsti yfir framboði sínu til forseta. Flestum var ljóst að Davíð ætti ekki minnstu möguleika á að ná kjöri. Undanfarin ár hefur hann í boði stórútgerðarinnar hamast við að endurskrifa söguna sér í hag á síðum Morgunblaðsins án merkjanlegs árangurs. Framboð hans þjónar hins vegar tvíþættum tilgangi. Forsetinn með tengslin við Panama-félög gat dregið sig í hlé og umræðan hefur snúist um framboð Davíðs og túlkun hans á ferli þess frambjóðanda sem hefur yfirburðafylgi í skoðanakönnunum. Panama-skjölin hafa ekki verið rædd frá því Davíð bauð sig fram. Framboð hans er smjörklípa aldarinnar. Kannski hugsaði hann þetta ekki að öllu leyti sem smjörklípu, Verið getur að hann hafi haldið að hann ætti séns. Bakhjarlar hans vita hins vegar hvað þeir syngja. Það er kaldhæðnislegt að höfundur smjörklípunnar í íslenskum stjórnmálum skuli enda feril sinn sem ein allsherjar smjörklípa fyrir íslenska Panama-greifa. Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Panama-skjölin komu fram í sviðsljósið með miklum hvelli. Forsætisráðherra neyddist til að segja af sér embætti. Einhvern veginn hefur tveimur öðrum ráðherrum, sem tengdust Panama-félögum, tekist að sitja áfram í sínum stólum, sennilega mest fyrir þá sök að hafa ekki sýnt af sér þá furðuframkomu sem fyrrverandi forsætisráðherra sýndi. Ekkert hefur heldur fram komið sem bendlar fjármála- og innanríkisráðherra eða maka þeirra við kröfuhafa í gömlu bankana. Tveir lífeyrissjóðastjórar máttu yfirgefa sviðið vegna Panama-félaga. Einn borgarfulltrúi sagði af sér og gjaldkeri stjórnmálaflokks, sem raunar virðist ekki hafa verið í Panama-skjölunum heldur átt sín félög annars staðar. Nokkrir útrásarvíkingar reyndust vera með Panama-félög en engar nýjar fréttir voru í því, nema þá að furðu vekur að ekki skuli fleiri þekktir útrásarvíkingar vera þarna á blaði. Boðað var að flett yrði ofan af aflandsfélögum fyrirtækja og einstaklinga úr íslenskum sjávarútvegi. Leið og beið og eftirvæntingin óx. Þær litlu upplýsingar sem fram komu virtust óspennandi. Því næst var beðið eftir 9. maí. Þá átti að opna lungann af Panamaskjölunum fyrir allan almenning á netinu. Þar hlyti eitthvað bitastætt að koma fram. Í millitíðinni komst forseti Íslands að þeirri niðurstöðu að óvissan í íslenskum stjórnmálum væri svo þrúgandi að hann yrði að fórna sér og bjóða sig fram til að gegna embættinu enn eitt kjörtímabilið. Á útlendri sjónvarpsstöð var hann spurður hvort hann, eiginkona hans og fjölskylda tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. Hann sagði nei og aftur nei og svo aftur og aftur. Hið gagnstæða kom í ljós. Fylgi forsetans hrundi dagana fram til 9. maí. Sunnudaginn 8. maí mætti síðan Davíð Oddsson á Bylgjuna og lýsti yfir framboði sínu til forseta. Flestum var ljóst að Davíð ætti ekki minnstu möguleika á að ná kjöri. Undanfarin ár hefur hann í boði stórútgerðarinnar hamast við að endurskrifa söguna sér í hag á síðum Morgunblaðsins án merkjanlegs árangurs. Framboð hans þjónar hins vegar tvíþættum tilgangi. Forsetinn með tengslin við Panama-félög gat dregið sig í hlé og umræðan hefur snúist um framboð Davíðs og túlkun hans á ferli þess frambjóðanda sem hefur yfirburðafylgi í skoðanakönnunum. Panama-skjölin hafa ekki verið rædd frá því Davíð bauð sig fram. Framboð hans er smjörklípa aldarinnar. Kannski hugsaði hann þetta ekki að öllu leyti sem smjörklípu, Verið getur að hann hafi haldið að hann ætti séns. Bakhjarlar hans vita hins vegar hvað þeir syngja. Það er kaldhæðnislegt að höfundur smjörklípunnar í íslenskum stjórnmálum skuli enda feril sinn sem ein allsherjar smjörklípa fyrir íslenska Panama-greifa.
Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira