Ísland og tölfræðin Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júní 2016 09:30 Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira