Umferð hrundi meðan á leik stóð Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2016 12:00 Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30
Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15