Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 14:00 Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30