„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:15 Elmar, Heimir og Lars töluðu fallega um Eið Smára fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. Hér er Eiður með Emil Hallfreðssyni á æfingunni. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30
Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00