Þingkona skotin á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:41 Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins. Mynd/Facebook Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016 Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox er látin eftir að hafa verið skotin minnst tvisvar sinnum og stungin á götum Birstall. 52 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en annar maður hlaut smávægileg sár. Árásin átti sér stað nærri bókasafni þar sem Cox hafði fundað með kjósendum. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið í uppnámi og hafi staðið í deilum við annan mann áður en skotárásin átti sér stað. Hún er sögð hafa orðið fyrir minnst tveimur skotum og jafnvel stungusári. Þar að auki er árásarmaðurinn sagður hafa sparkað í þingkonuna þar sem hún lá í blóði sínu. Þá er árásarmaðurinn sagður hafa gengið rólega á brott eftir árásina. Í fyrstu var talið að hún hefði verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang. Lögreglan segir hins vegar að Cox hafi þá verið látin. Hún var þó flutt með þyrlu á sjúkrahús. BBC hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að árásarmaðurinn hafi skotið hana tvisvar sinnum. Síðan hafi hann gengið að henni þar sem hún lá og skotið hana aftur í höfuðið. Hinn maðurinn reyndi að stöðva hann, en tókst það ekki og árásarmaðurinn stakk Cox margsinnis. Hann virðist hafa stungið manninn sem reyndi að koma Cox til bjargar.Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016 Very concerned about reports Jo Cox has been injured. Our thoughts and prayers are with Jo and her family.— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016 Kosningabaráttan um það hvort Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið eða ekki hefur verið sett á bið vegna árásarinnar. Jo Cox tilheyrði fylkingunni sem vill vera áfram innan ESB og vitni segir að skömmu fyrir árásina hafi árásarmaðurinn öskrað: „Bretland fyrst“. Hér að ofan má sjá tíst frá Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Fleiri stjórnmálamenn hafa tjáð sig um árásina sem hefur slegið Breta óhug. Árið 2010 var þingmaðurinn Stephen Timms stunginn af manni á fundi með kjósendum. Þingmaðurinn jafnaði sig af sárum sínum og Roshonara Choudhry var dæmdur til minnst 15 ára fangelsisvistar. Árið 2000 var Andrew Pennington, aðstoðarmaður þingmannsins Nigel Jones, myrtur með sverði þegar hann kom yfirmanni sínum til varnar. Jo Cox var 41 árs gömul og tveggja barna móðir. Eiginmaður Cox birti þessa mynd af henni við húsbát þeirra hjóna þar sem þau búa með börnum sínum. pic.twitter.com/mPOaytowxN— Brendan Cox (@MrBrendanCox) June 16, 2016
Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira