Hæ, hó og jibbí nei Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júní 2016 07:00 Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Þeir voru yfirvegunin uppmáluð, Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, þegar þeir svöruðu spurningum blaðamanna á blaðamannafundi í Annecy ásamt Heimi Hallgrímssyni í gær. Næsta verkefni strákanna okkar er leikur gegn Ungverjalandi í Marseille á morgun en sigur þar kemur okkar mönnum mjög líklega í 16 liða úrslitin. Þökk sé frábærum úrslitum gegn Portúgal í fyrsta leik. Þó mikil gleði hafi ríkt hjá þjóðinni eftir þann leik voru strákarnir fljótir niður úr skýjunum. „Það þarf ekki að minna neinn á það að halda sér á jörðinni. Það er sjálfgefið. Við áttum okkur á því að við erum í riðlakeppni þannig að við þurfum að taka einn leik í einu. Augljóslega voru þetta góð úrslit en við höfum ekkert unnið enn þá,“ sagði Kári Árnason og Jóhann Berg tók undir orð hans. „Þetta var bara eitt stig. Við unnum ekki leikinn og þurfum því að halda okkur á jörðinni. Við eigum tvo leiki eftir og sá næsti er mikilvægur.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var eðlilega sáttur með framlag íslenska liðsins gegn Portúgal. „Við viljum standa fyrir ákveðnum hlutum og ákveðnum gildum. Við sýndum þessi gildi í leiknum gegn Portúgal og þetta þurfum við að gera í hverjum einasta leik ef við ætlum að safna fleiri stigum. Það er ekki bara hægt að spila með þessi gildi að vopni gegn góðum liðum heldur þurfum við að gera þetta alltaf,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af því að strákarnir væru enn að fagna jafnteflinu gegn Portúgal þegar kæmi að leiknum gegn Ungverjalandi sagði hann svo ekki vera. „Þar sem ég þekki leikmennina hef ég ekki áhyggjur af því að þeir komi sér ekki niður á jörðina en það er gott fyrir okkur að minna okkur á þessi gildi og hversu mikið við lögðum á okkur í þessum leik. Einbeitingin gegn Portúgal var frábær og ef við höldum svona áfram út mótið erum við í góðum málum.“Jóhann Berg fór dagavillt.vísir/vilhelmEnginn 17. júní Í dag heima á Íslandi verður væntanlega ekki þverfótað fyrir börnum með helíumblöðru í annarri og kandífloss í hinni fyrir utan það sem verður fast í andlitinu á þeim. Unglingar sjúga sykursnuð og misgóðar hljómsveitir halda tónleika á bæjarhátíðum úti um allt land. Það er kominn 17. júní. Það verður þó enginn þjóðhátíðardagsfagnaður hjá strákunum okkar sem ferðast til Marseille í dag og taka þar síðustu æfingu fyrir leikinn risastóra gegn Ungverjalandi. Strákarnir voru ekki einu sinni meðvitaðir um að þessi hátíðisdagur myndi renna upp í dag þegar norskur blaðamaður spurði á fundinum í gær hvort liðið ætlaði að fagna eitthvað saman í dag. „Fagna?“ spurði Jóhann Berg og vissi ekki hvað maðurinn var að tala um. Norðmaðurinn útskýrði þá fyrir Íslendingnum að 17. júní væri í dag. „Er hann á morgun?“ spurði Jóhann Berg og hlógu þá allir í salnum. „Við erum ekki að einbeita okkur að því. Við erum bara að einbeita okkur að leiknum. Vonandi fögnum við bara eftir leikinn.“ Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en brosað en kom sínum manni til varnar: „Þeir eru svo einbeittir að þeir vita ekki einu sinni að það er þjóðhátíðardagurinn á morgun,“ sagði Heimir.Kári og Heimir á fundinum í gær.vísir/vilhelmUngverjar orðnir miklu betri Ungverska liðið kom verulega á óvart í fyrsta leik og vann Austurríki sem margir sparkspekingar töldu að gæti komið verulega á óvart á mótinu. Austurríki rúllaði upp erfiðum riðli en Ungverjaland lagði Noreg í umspilsleikjum. „Við erum búnir að horfa á þá nokkrum sinnum. Við sáum umspilsleikina gegn Noregi en þeir hafa bætt sig mikið síðan þá. Mér fannst Ungverjaland spila frábærlega gegn Austurríki og það er með mjög traust lið,“ sagði Kári um Ungverjana og Jóhann var sammála. „Þeir eru miklu betri en þegar þeir spiluðu við Noreg. Þeir mæta fullir sjálfstraust til leiks eftir sigurinn á Ungverjalandi.“ Heimir hrósaði Fernando Santos, þjálfara Portúgals, mikið fyrir leikinn gegn Portúgal og Heimir líka ungverska þjálfaranum. „Við viljum hrósa Bernd Storck fyrir hvað hann hefur gert með ungverska liðið. Það er mjög skipulagt og þegar maður hefur séð svona marga leiki með Ungverjalandi sér maður hvernig liðið er að þróast. Ungverjarnir eru mjög þéttir og hafa verið þekktir fyrir varnarleikinn en gegn Austurríki sást hversu hættulegir þeir eru fram á við.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Þeir voru yfirvegunin uppmáluð, Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, þegar þeir svöruðu spurningum blaðamanna á blaðamannafundi í Annecy ásamt Heimi Hallgrímssyni í gær. Næsta verkefni strákanna okkar er leikur gegn Ungverjalandi í Marseille á morgun en sigur þar kemur okkar mönnum mjög líklega í 16 liða úrslitin. Þökk sé frábærum úrslitum gegn Portúgal í fyrsta leik. Þó mikil gleði hafi ríkt hjá þjóðinni eftir þann leik voru strákarnir fljótir niður úr skýjunum. „Það þarf ekki að minna neinn á það að halda sér á jörðinni. Það er sjálfgefið. Við áttum okkur á því að við erum í riðlakeppni þannig að við þurfum að taka einn leik í einu. Augljóslega voru þetta góð úrslit en við höfum ekkert unnið enn þá,“ sagði Kári Árnason og Jóhann Berg tók undir orð hans. „Þetta var bara eitt stig. Við unnum ekki leikinn og þurfum því að halda okkur á jörðinni. Við eigum tvo leiki eftir og sá næsti er mikilvægur.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var eðlilega sáttur með framlag íslenska liðsins gegn Portúgal. „Við viljum standa fyrir ákveðnum hlutum og ákveðnum gildum. Við sýndum þessi gildi í leiknum gegn Portúgal og þetta þurfum við að gera í hverjum einasta leik ef við ætlum að safna fleiri stigum. Það er ekki bara hægt að spila með þessi gildi að vopni gegn góðum liðum heldur þurfum við að gera þetta alltaf,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af því að strákarnir væru enn að fagna jafnteflinu gegn Portúgal þegar kæmi að leiknum gegn Ungverjalandi sagði hann svo ekki vera. „Þar sem ég þekki leikmennina hef ég ekki áhyggjur af því að þeir komi sér ekki niður á jörðina en það er gott fyrir okkur að minna okkur á þessi gildi og hversu mikið við lögðum á okkur í þessum leik. Einbeitingin gegn Portúgal var frábær og ef við höldum svona áfram út mótið erum við í góðum málum.“Jóhann Berg fór dagavillt.vísir/vilhelmEnginn 17. júní Í dag heima á Íslandi verður væntanlega ekki þverfótað fyrir börnum með helíumblöðru í annarri og kandífloss í hinni fyrir utan það sem verður fast í andlitinu á þeim. Unglingar sjúga sykursnuð og misgóðar hljómsveitir halda tónleika á bæjarhátíðum úti um allt land. Það er kominn 17. júní. Það verður þó enginn þjóðhátíðardagsfagnaður hjá strákunum okkar sem ferðast til Marseille í dag og taka þar síðustu æfingu fyrir leikinn risastóra gegn Ungverjalandi. Strákarnir voru ekki einu sinni meðvitaðir um að þessi hátíðisdagur myndi renna upp í dag þegar norskur blaðamaður spurði á fundinum í gær hvort liðið ætlaði að fagna eitthvað saman í dag. „Fagna?“ spurði Jóhann Berg og vissi ekki hvað maðurinn var að tala um. Norðmaðurinn útskýrði þá fyrir Íslendingnum að 17. júní væri í dag. „Er hann á morgun?“ spurði Jóhann Berg og hlógu þá allir í salnum. „Við erum ekki að einbeita okkur að því. Við erum bara að einbeita okkur að leiknum. Vonandi fögnum við bara eftir leikinn.“ Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en brosað en kom sínum manni til varnar: „Þeir eru svo einbeittir að þeir vita ekki einu sinni að það er þjóðhátíðardagurinn á morgun,“ sagði Heimir.Kári og Heimir á fundinum í gær.vísir/vilhelmUngverjar orðnir miklu betri Ungverska liðið kom verulega á óvart í fyrsta leik og vann Austurríki sem margir sparkspekingar töldu að gæti komið verulega á óvart á mótinu. Austurríki rúllaði upp erfiðum riðli en Ungverjaland lagði Noreg í umspilsleikjum. „Við erum búnir að horfa á þá nokkrum sinnum. Við sáum umspilsleikina gegn Noregi en þeir hafa bætt sig mikið síðan þá. Mér fannst Ungverjaland spila frábærlega gegn Austurríki og það er með mjög traust lið,“ sagði Kári um Ungverjana og Jóhann var sammála. „Þeir eru miklu betri en þegar þeir spiluðu við Noreg. Þeir mæta fullir sjálfstraust til leiks eftir sigurinn á Ungverjalandi.“ Heimir hrósaði Fernando Santos, þjálfara Portúgals, mikið fyrir leikinn gegn Portúgal og Heimir líka ungverska þjálfaranum. „Við viljum hrósa Bernd Storck fyrir hvað hann hefur gert með ungverska liðið. Það er mjög skipulagt og þegar maður hefur séð svona marga leiki með Ungverjalandi sér maður hvernig liðið er að þróast. Ungverjarnir eru mjög þéttir og hafa verið þekktir fyrir varnarleikinn en gegn Austurríki sást hversu hættulegir þeir eru fram á við.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira