EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júní 2016 08:00 Ronaldo hafði lítinn áhuga á að skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson. vísir/getty Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira