„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 13:30 Væntingarnar voru ekki miklar. vísir/getty Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30