Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júní 2016 20:30 Þessi sungu með Herberti og félögum í sólinni í Marseille. Vísir/Vilhelm Fleiri hundruð Íslendingar komu saman síðdegis í Marseille á suðurströnd Frakklands með eitt markmið í huga, að skemmta sér. 3500 króna miðaverð stöðvaði engan gest en bros var á hverju andliti daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi á Stade-Vélodrome. Herbert Guðmundsson, Danni Deluxe og Sóli Hólm sáu um að halda uppi stemningunni og mátti heyra slagara eins og Einn dans við mig og Út á gólfið með Hemma heitnum Gunn á milli þess sem Ég er kominn heim var sungið hástöfum. Þá má ekki gleyma Herberti sjálfum Guðmundssyni sem tók slagarana sína, suma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Íslendingarnir voru með góða skapið að vopni og ekkert vesen heldur aðeins gleði. Einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum en hlutfall karla í hópnum var afar hátt, yfir níutíu prósent. Þeir sem sofnuðu voru þó í góðri gæslu vina sinna enda ætlar enginn að missa af leiknum á morgun þar sem okkar menn geta svo gott sem tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum með sigri. Vilhelm Gunnarsson myndaði hressa Íslendinga í Marseille í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Það var sungið og trallað á þessum ágæta bar við ströndina í Marseille.Vísir/Vilhelm Líklegt er að þessir meistarar hafi tekið nokkur af sínum bestu danssporum í dag.Vísir/Vilhelm Herbert Guðmundsson fór á kostum í dag.Vísir/Vilhelm „Áfram Ísland“ munu þessi syngja á Stade-Vélodrome á morgun.Vísir/Vilhelm Strákarnir í Tólfunni fóru á kostum sem endranær.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Króatískar bullur köstuðu blysum inn á völlinn í Saint-Étienne | Myndir Nokkrir stuðningsmenn Króatíu urðu sér til skammar á meðan á leik Tékka og Króata í D-riðli á EM 2016 stóð. 17. júní 2016 18:27 Sjáðu blaðamannafund strákanna í Marseille í heild sinni | Myndband Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson sátu fyrir svörum. 17. júní 2016 17:45 Aron: Þetta er búið að tæma símann minn #ShirtsForAron hefur ekki farið fram hjá íslenska landsliðsfyrirliðanum. 17. júní 2016 19:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Fleiri hundruð Íslendingar komu saman síðdegis í Marseille á suðurströnd Frakklands með eitt markmið í huga, að skemmta sér. 3500 króna miðaverð stöðvaði engan gest en bros var á hverju andliti daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi á Stade-Vélodrome. Herbert Guðmundsson, Danni Deluxe og Sóli Hólm sáu um að halda uppi stemningunni og mátti heyra slagara eins og Einn dans við mig og Út á gólfið með Hemma heitnum Gunn á milli þess sem Ég er kominn heim var sungið hástöfum. Þá má ekki gleyma Herberti sjálfum Guðmundssyni sem tók slagarana sína, suma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Íslendingarnir voru með góða skapið að vopni og ekkert vesen heldur aðeins gleði. Einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum en hlutfall karla í hópnum var afar hátt, yfir níutíu prósent. Þeir sem sofnuðu voru þó í góðri gæslu vina sinna enda ætlar enginn að missa af leiknum á morgun þar sem okkar menn geta svo gott sem tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum með sigri. Vilhelm Gunnarsson myndaði hressa Íslendinga í Marseille í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Það var sungið og trallað á þessum ágæta bar við ströndina í Marseille.Vísir/Vilhelm Líklegt er að þessir meistarar hafi tekið nokkur af sínum bestu danssporum í dag.Vísir/Vilhelm Herbert Guðmundsson fór á kostum í dag.Vísir/Vilhelm „Áfram Ísland“ munu þessi syngja á Stade-Vélodrome á morgun.Vísir/Vilhelm Strákarnir í Tólfunni fóru á kostum sem endranær.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Króatískar bullur köstuðu blysum inn á völlinn í Saint-Étienne | Myndir Nokkrir stuðningsmenn Króatíu urðu sér til skammar á meðan á leik Tékka og Króata í D-riðli á EM 2016 stóð. 17. júní 2016 18:27 Sjáðu blaðamannafund strákanna í Marseille í heild sinni | Myndband Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson sátu fyrir svörum. 17. júní 2016 17:45 Aron: Þetta er búið að tæma símann minn #ShirtsForAron hefur ekki farið fram hjá íslenska landsliðsfyrirliðanum. 17. júní 2016 19:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Króatískar bullur köstuðu blysum inn á völlinn í Saint-Étienne | Myndir Nokkrir stuðningsmenn Króatíu urðu sér til skammar á meðan á leik Tékka og Króata í D-riðli á EM 2016 stóð. 17. júní 2016 18:27
Sjáðu blaðamannafund strákanna í Marseille í heild sinni | Myndband Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson sátu fyrir svörum. 17. júní 2016 17:45
Aron: Þetta er búið að tæma símann minn #ShirtsForAron hefur ekki farið fram hjá íslenska landsliðsfyrirliðanum. 17. júní 2016 19:00