Umræða þokast áfram um herta byssulöggjöf vestan hafs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2016 07:00 Lögreglumenn fyrir utan vettvang árásarinnar í Orlandó. vísir/EPA Eftir fjórtán tíma málþóf í bandarísku öldungadeildinni sagði Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata, sem fór fyrir samflokksmönnum sínum í málþófinu, að hann hefði fengið vilyrði fyrir því að kosið yrði á þinginu um tvö frumvörp samflokksmanna hans um byssulöggjöf. Annars vegar frumvarp Dianne Feinstein um að þeir sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa skotvopn og hins vegar frumvarp Murphy, Cory Booker og Chuck Schumer um að kanna þyrfti bakgrunn þeirra sem kaupa skotvopn á netinu og á byssusýningum. Ekki er búið að setja málin á dagskrá öldungadeildarinnar. Heimildarmenn fréttavefsins Politico greina frá því að repúblikanar muni setja fram sínar eigin tillögur um breytta byssulöggjöf. Sú tillaga mun miða að því að þeim sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fyrir mistök verði gert auðveldara að láta skrá sig af listanum svo þeir geti keypt skotvopn. Þeim sem eftir yrðu á listanum yrði hins vegar óheimilt að kaupa skotvopn. Tillagan nýtur stuðnings NRA, félags byssueigenda í Bandaríkjunum. Félagið hefur einnig lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda repúblikana, Donald Trump. Kveikjan að umræðunum var árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í borginni Orlandó í Flórída. Mateen myrti þar 49 gesti staðarins með hríðskotabyssu að vopni og særði 53. Byssuna hafði hann keypt löglega. Árásin er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna. „Okkur skilst að við höfum fengið vilyrði fyrir því að þessi mál fái þann farveg að komast í atkvæðagreiðslu,“ sagði Murphy í yfirlýsingu í gær. Sjálfur talaði Murphy meginhluta þeirra fjórtán tíma sem málþófið stóð og lofaði því að tala eins lengi og hann gæti þar til þingið tæki til aðgerða. Árásin í Orlandó er ekki sú fyrsta sem hefur sett skrið á umræður um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Á síðustu nokkrum árum hafa aðrar árásir, meðal annars á grunnskólann Sandy Hook, á veislugesti í San Bernardino og á kvikmyndahús í Aurora, einnig komið umræðunni aftur í gang. Hins vegar er lítill samhljómur um lausnir á milli repúblikana og demókrata. Rétturinn til að eiga vopn er stjórnarskrárverndaður og hefur reynst erfitt að koma breytingum í gegn sem þóknast báðum flokkum. Demókratar hafa til að mynda lengi viljað banna almenningseign á hríðskotabyssum, viljað banna skothylki sem rúma fleiri en tíu kúlur og vilja nákvæmari rannsóknir á bakgrunni byssukaupenda. Repúblikanar hafa barist gegn þeim tillögum á grundvelli stjórnarskrárinnar og hafa sagt það rétt fólks að eiga byssur. Styður samflokksmenn sína „Í dag, sem Bandaríkjamenn, syrgjum við hrottafengin morð, ógnvænlegt blóðbað tuga saklausra borgara.“ Svona hóf Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sína fjórtándu ræðu sem haldin er í kjölfar fjöldamorðs, á hans átta árum í embætti. Ræðuna hélt hann eftir árásina í Orlandó. Obama styður þær tillögur samflokksmanna sína sem kosið verður um í öldungadeildinni. Sjálfur hefur hann í áraraðir kallað eftir því að mögulegir hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa byssur en jafnframt vill hann banna almenningseign á hríðskotabyssum. „Fólk með möguleg tengsl við hryðjuverkahópa, sem má ekki stíga um borð í flugvél, á ekki að geta keypt byssur. Setjum lög gegn almenningseign á hríðskotabyssum,“ sagði Obama í sömu ræðu og bætti við: „Annars, þrátt fyrir allt sem við gerum og allar fórnir sem færðar hafa verið, munu sams konar atburðir eiga sér stað aftur.“ Málþóf Murphy ekki það lengsta Þótt málþóf Chris Murphy hafi farið yfir rúma fjórtán klukkutíma er hann hvergi nærri meti öldungadeildarþingmannsins Stroms Thurmond. Sá talaði í rúman sólarhring gegn nýjum lögum um borgaraleg réttindi árið 1957. Næst honum komast Alfonse D'Amato sem talaði í 23 og hálfan klukkutíma í umræðum um fjárlög hersins árið 1986 og Wayne Morse sem talaði í 22 og hálfan tíma um olíuiðnaðinn árið 1953. Met Íslendinga á Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Ræða hennar var flutt á Alþingi frá klukkan 12.27 fimmtudaginn 14. maí 1998 til klukkan 00.37 föstudaginn 15. maí 1998 og fjallaði hún um húsnæðismál. Ræðan var því rúmir tíu klukkutímar. Árið 2013 gaf Samband ungra sjálfstæðismanna ræðuna út á bók sem ber nafnið Málþóf og er 407 blaðsíður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Eftir fjórtán tíma málþóf í bandarísku öldungadeildinni sagði Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata, sem fór fyrir samflokksmönnum sínum í málþófinu, að hann hefði fengið vilyrði fyrir því að kosið yrði á þinginu um tvö frumvörp samflokksmanna hans um byssulöggjöf. Annars vegar frumvarp Dianne Feinstein um að þeir sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa skotvopn og hins vegar frumvarp Murphy, Cory Booker og Chuck Schumer um að kanna þyrfti bakgrunn þeirra sem kaupa skotvopn á netinu og á byssusýningum. Ekki er búið að setja málin á dagskrá öldungadeildarinnar. Heimildarmenn fréttavefsins Politico greina frá því að repúblikanar muni setja fram sínar eigin tillögur um breytta byssulöggjöf. Sú tillaga mun miða að því að þeim sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fyrir mistök verði gert auðveldara að láta skrá sig af listanum svo þeir geti keypt skotvopn. Þeim sem eftir yrðu á listanum yrði hins vegar óheimilt að kaupa skotvopn. Tillagan nýtur stuðnings NRA, félags byssueigenda í Bandaríkjunum. Félagið hefur einnig lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda repúblikana, Donald Trump. Kveikjan að umræðunum var árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í borginni Orlandó í Flórída. Mateen myrti þar 49 gesti staðarins með hríðskotabyssu að vopni og særði 53. Byssuna hafði hann keypt löglega. Árásin er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna. „Okkur skilst að við höfum fengið vilyrði fyrir því að þessi mál fái þann farveg að komast í atkvæðagreiðslu,“ sagði Murphy í yfirlýsingu í gær. Sjálfur talaði Murphy meginhluta þeirra fjórtán tíma sem málþófið stóð og lofaði því að tala eins lengi og hann gæti þar til þingið tæki til aðgerða. Árásin í Orlandó er ekki sú fyrsta sem hefur sett skrið á umræður um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Á síðustu nokkrum árum hafa aðrar árásir, meðal annars á grunnskólann Sandy Hook, á veislugesti í San Bernardino og á kvikmyndahús í Aurora, einnig komið umræðunni aftur í gang. Hins vegar er lítill samhljómur um lausnir á milli repúblikana og demókrata. Rétturinn til að eiga vopn er stjórnarskrárverndaður og hefur reynst erfitt að koma breytingum í gegn sem þóknast báðum flokkum. Demókratar hafa til að mynda lengi viljað banna almenningseign á hríðskotabyssum, viljað banna skothylki sem rúma fleiri en tíu kúlur og vilja nákvæmari rannsóknir á bakgrunni byssukaupenda. Repúblikanar hafa barist gegn þeim tillögum á grundvelli stjórnarskrárinnar og hafa sagt það rétt fólks að eiga byssur. Styður samflokksmenn sína „Í dag, sem Bandaríkjamenn, syrgjum við hrottafengin morð, ógnvænlegt blóðbað tuga saklausra borgara.“ Svona hóf Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sína fjórtándu ræðu sem haldin er í kjölfar fjöldamorðs, á hans átta árum í embætti. Ræðuna hélt hann eftir árásina í Orlandó. Obama styður þær tillögur samflokksmanna sína sem kosið verður um í öldungadeildinni. Sjálfur hefur hann í áraraðir kallað eftir því að mögulegir hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa byssur en jafnframt vill hann banna almenningseign á hríðskotabyssum. „Fólk með möguleg tengsl við hryðjuverkahópa, sem má ekki stíga um borð í flugvél, á ekki að geta keypt byssur. Setjum lög gegn almenningseign á hríðskotabyssum,“ sagði Obama í sömu ræðu og bætti við: „Annars, þrátt fyrir allt sem við gerum og allar fórnir sem færðar hafa verið, munu sams konar atburðir eiga sér stað aftur.“ Málþóf Murphy ekki það lengsta Þótt málþóf Chris Murphy hafi farið yfir rúma fjórtán klukkutíma er hann hvergi nærri meti öldungadeildarþingmannsins Stroms Thurmond. Sá talaði í rúman sólarhring gegn nýjum lögum um borgaraleg réttindi árið 1957. Næst honum komast Alfonse D'Amato sem talaði í 23 og hálfan klukkutíma í umræðum um fjárlög hersins árið 1986 og Wayne Morse sem talaði í 22 og hálfan tíma um olíuiðnaðinn árið 1953. Met Íslendinga á Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Ræða hennar var flutt á Alþingi frá klukkan 12.27 fimmtudaginn 14. maí 1998 til klukkan 00.37 föstudaginn 15. maí 1998 og fjallaði hún um húsnæðismál. Ræðan var því rúmir tíu klukkutímar. Árið 2013 gaf Samband ungra sjálfstæðismanna ræðuna út á bók sem ber nafnið Málþóf og er 407 blaðsíður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira