Örlög Króatanna ráðast á mánudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 11:17 Mark Clattenburg ræðir við króatísku leikmennina. Vísir/Getty Framkoma stuðningsmanna Króatíu í leiknum á móti Tékkum í gær mun hafa afleiðingar í för með sér fyrir króatíska knattspyrnusambandið. Hversu miklar afleiðingar kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn. Ólæti króatísku stuðningsmannanna í Tékkaleiknum eru nú til meðferðar hjá aga- og siðanefnd UEFA og mun hún skila niðurstöðum sínum á mánudaginn. Það má búast við stórri sekt en það eru einnig uppi vangaveltur um framtíð króatíska landsliðsins á EM í Frakklandi. Króatarnir eru kærðir fyrir að kveikja á blysum inn á vellinum og kasta þeim inn á völlinn, sprengja púðurkerlingar, kasta hlutum inn á völlinn, almenn ólæti áhorfenda sem og kynþóttaformdóma í stúkunni. Ástandið í króatísku stúkunni var allt annað en fallegt. Mark Clattenburg, dómari leiks Króatíu og Tékklands, þurfti að stöðva leikinn á 86. mínútu þegar króatísku áhorfendurnir tóku upp á því að kasta blysum inn á völlinn. Staðan var þá 2-1 fyrir Króatíu en króatíska liðið var með mikla yfirburði lengst af í þessum leik.Sjá einnig:Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Leikmenn Króata reyndu að róa stuðningsmenn sína og segja þeim að hætta þessu en lítið gekk. Það varð um fimm mínútna töf á leiknum og króatíska liðið virtist í hálfgerðu sjokki þegar leikurinn hófst á ný. Tékkarnir nýttu sér það og tryggðu sér stig með því að jafna metin. Stuðningsmenn Tyrkja voru líka kærðir fyrir hegðun sína í leiknum á móti Spáni en Spánverjar unnu þann leik örugglega 3-0. Það sem gerir málið enn alvarlegra fyrir þessar tvær þjóðir er að UEFA fékk líka inn á sitt borð mál tengdum hegðun áhorfenda þegar Króatía og Tyrkland mættust 12. júní síðastliðinn. Rússar eru á skilorði og fengu 150 þúsund evra sekt vegna framkomu áhorfenda þeirra í leik á móti Englandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Framkoma stuðningsmanna Króatíu í leiknum á móti Tékkum í gær mun hafa afleiðingar í för með sér fyrir króatíska knattspyrnusambandið. Hversu miklar afleiðingar kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn. Ólæti króatísku stuðningsmannanna í Tékkaleiknum eru nú til meðferðar hjá aga- og siðanefnd UEFA og mun hún skila niðurstöðum sínum á mánudaginn. Það má búast við stórri sekt en það eru einnig uppi vangaveltur um framtíð króatíska landsliðsins á EM í Frakklandi. Króatarnir eru kærðir fyrir að kveikja á blysum inn á vellinum og kasta þeim inn á völlinn, sprengja púðurkerlingar, kasta hlutum inn á völlinn, almenn ólæti áhorfenda sem og kynþóttaformdóma í stúkunni. Ástandið í króatísku stúkunni var allt annað en fallegt. Mark Clattenburg, dómari leiks Króatíu og Tékklands, þurfti að stöðva leikinn á 86. mínútu þegar króatísku áhorfendurnir tóku upp á því að kasta blysum inn á völlinn. Staðan var þá 2-1 fyrir Króatíu en króatíska liðið var með mikla yfirburði lengst af í þessum leik.Sjá einnig:Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Leikmenn Króata reyndu að róa stuðningsmenn sína og segja þeim að hætta þessu en lítið gekk. Það varð um fimm mínútna töf á leiknum og króatíska liðið virtist í hálfgerðu sjokki þegar leikurinn hófst á ný. Tékkarnir nýttu sér það og tryggðu sér stig með því að jafna metin. Stuðningsmenn Tyrkja voru líka kærðir fyrir hegðun sína í leiknum á móti Spáni en Spánverjar unnu þann leik örugglega 3-0. Það sem gerir málið enn alvarlegra fyrir þessar tvær þjóðir er að UEFA fékk líka inn á sitt borð mál tengdum hegðun áhorfenda þegar Króatía og Tyrkland mættust 12. júní síðastliðinn. Rússar eru á skilorði og fengu 150 þúsund evra sekt vegna framkomu áhorfenda þeirra í leik á móti Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira