Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:20 Aron Einar í baráttunni í leiknum í dag. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50
Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01
Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48