Rýnt í möguleika Íslands: Fínir möguleikar á sæti í 16-liða úrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2016 09:00 Þessir stuðningsmenn Íslands voru mættir á stuðningsmannasvæðið fyrir leikinn í dag og létu vafalítið vel í sér heyra á Stade Vélodrome. Vísir/Vilhelm Jafntefli varð í báðum leikjum F-riðills á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli eins og allir hljóti að vera meðvitaðir um og í síðari leik kvöldsins skildu Portúgal og Austurríki jöfn 0-0. Ísland getur enn unnið riðilinn en sömuleiðis hafnað í botnsætinu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig, Íslendingar koma næstir með tvö stig eins og Portúgalir. Ísland er með markatöluna 2-2 en Portúgalir 1-1 svo Ísland er í 2. sæti með fleiri mörk skoruð. Lestina reka svo Austurríkismenn með eitt stig. Lokaumferðin fer fram miðvikudaginn 22. júní og þá ræðst það hvaða lið fara í 16-liða úrslitin. Báðir leikirnir, þ.e. viðureign Íslands og Austurríkis í París og Ungverjalands og Portúgal í Lyon, hefjast á sama tíma, klukkan 18 að staðartíma, þ.e. klukkan 16 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðlanna sex komast í sextán liða úrslitin og sömuleiðis þau fjögur í þriðja sæti riðils sem ná bestum árangri. Þetta eru möguleikarnir í stöðunni, fyrir íslenska liðið. Við förum áfram með sigri og jafntefli myndi duga til að komast í sextán liða úrslitin svo framarlega að Portúgal leggi ekki Ungverja að velli eða jafntefli verði niðurstaðan í þeim leik þar sem mörg mörk verða skoruð. Svo gæti einnig farið að Ísland kæmist áfram tapaði liðið gegn Austurríki en þá þurfa úrslit í fjölmörgum öðrum leikjum að hafa orðið okkur hagstæð. 1. Ísland vinnur Austurríki - förum áfram Ísland fer áfram í 16-liða úrslitin í 1. eða 2. sæti riðilsins eftir því hver úrslitin verða í hinum leiknum.a) Portúgalskur sigur þýðir að Ísland lendir í 1. sæti riðilsins svo framarlega sem Portúgal vinni ekki stærri sigur á Ungverjum en Ísland á Austurríki. b) Jafntefli hjá Ungverjum og Portúgölum þýðir að markatala ræður því hvort Ungverjaland eða Ísland verði í efsta sætic) Ungverskur sigur þýðir að Ísland verður í 2. sæti riðilsins 2. Ísland gerir jafntefli við Austurríki - förum líklega áfram a) Ef Ungverjar sigra Portúgali þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins svo framarlega sem markaskorun í leikjunum tveimur verður ekki til þess að Portúgalir verða með fleiri mörk skoruð. Sem dæmi: Geri Ísland og Austurríki 0-0 jafntefli en Portúgal og Ungverjaland 3-3 jafntefli þá fara Portúgalir upp í 2. sætið með fleiri mörk skoruð en Íslendingar. Verði markatala þeirra jöfn, sem gerist ef mörkin verða einni tölu hærri í jafntefli hjá Portúgal en Íslandi ræður úrslitum hvort liðið hefur fengið færri áminningar á mótinu. c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Það gæti skýrst strax á morgun, þegar keppni verður lokið í A og B riðlum, hvort sá stigafjöldi í 3. sæti dugi til þess að Ísland komist áfram. 3. Ísland tapar gegn Austurríki - minnstar líkur en þó von a) Ef Ungverjar sigra Portúgali ræðst það á markatölu hvort Ísland eða Portúgal hafnar í 3. sæti. Verði markatala Íslands betri en Portúgala er von um að komast áfram sem liðið í þriðja sæti með tvö stig en hún er ekki mikil. Hvort möguleiki sé að fara áfram með tvö stig mun mögulega liggja fyrir áður en Ísland mætir Austurríki enda verður keppni í fjórum riðlum af sex lokið þegar flautað verður til leiks í E og F-riðli 22. júní. b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stig c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stigFréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Jafntefli varð í báðum leikjum F-riðills á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli eins og allir hljóti að vera meðvitaðir um og í síðari leik kvöldsins skildu Portúgal og Austurríki jöfn 0-0. Ísland getur enn unnið riðilinn en sömuleiðis hafnað í botnsætinu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig, Íslendingar koma næstir með tvö stig eins og Portúgalir. Ísland er með markatöluna 2-2 en Portúgalir 1-1 svo Ísland er í 2. sæti með fleiri mörk skoruð. Lestina reka svo Austurríkismenn með eitt stig. Lokaumferðin fer fram miðvikudaginn 22. júní og þá ræðst það hvaða lið fara í 16-liða úrslitin. Báðir leikirnir, þ.e. viðureign Íslands og Austurríkis í París og Ungverjalands og Portúgal í Lyon, hefjast á sama tíma, klukkan 18 að staðartíma, þ.e. klukkan 16 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðlanna sex komast í sextán liða úrslitin og sömuleiðis þau fjögur í þriðja sæti riðils sem ná bestum árangri. Þetta eru möguleikarnir í stöðunni, fyrir íslenska liðið. Við förum áfram með sigri og jafntefli myndi duga til að komast í sextán liða úrslitin svo framarlega að Portúgal leggi ekki Ungverja að velli eða jafntefli verði niðurstaðan í þeim leik þar sem mörg mörk verða skoruð. Svo gæti einnig farið að Ísland kæmist áfram tapaði liðið gegn Austurríki en þá þurfa úrslit í fjölmörgum öðrum leikjum að hafa orðið okkur hagstæð. 1. Ísland vinnur Austurríki - förum áfram Ísland fer áfram í 16-liða úrslitin í 1. eða 2. sæti riðilsins eftir því hver úrslitin verða í hinum leiknum.a) Portúgalskur sigur þýðir að Ísland lendir í 1. sæti riðilsins svo framarlega sem Portúgal vinni ekki stærri sigur á Ungverjum en Ísland á Austurríki. b) Jafntefli hjá Ungverjum og Portúgölum þýðir að markatala ræður því hvort Ungverjaland eða Ísland verði í efsta sætic) Ungverskur sigur þýðir að Ísland verður í 2. sæti riðilsins 2. Ísland gerir jafntefli við Austurríki - förum líklega áfram a) Ef Ungverjar sigra Portúgali þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins svo framarlega sem markaskorun í leikjunum tveimur verður ekki til þess að Portúgalir verða með fleiri mörk skoruð. Sem dæmi: Geri Ísland og Austurríki 0-0 jafntefli en Portúgal og Ungverjaland 3-3 jafntefli þá fara Portúgalir upp í 2. sætið með fleiri mörk skoruð en Íslendingar. Verði markatala þeirra jöfn, sem gerist ef mörkin verða einni tölu hærri í jafntefli hjá Portúgal en Íslandi ræður úrslitum hvort liðið hefur fengið færri áminningar á mótinu. c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Það gæti skýrst strax á morgun, þegar keppni verður lokið í A og B riðlum, hvort sá stigafjöldi í 3. sæti dugi til þess að Ísland komist áfram. 3. Ísland tapar gegn Austurríki - minnstar líkur en þó von a) Ef Ungverjar sigra Portúgali ræðst það á markatölu hvort Ísland eða Portúgal hafnar í 3. sæti. Verði markatala Íslands betri en Portúgala er von um að komast áfram sem liðið í þriðja sæti með tvö stig en hún er ekki mikil. Hvort möguleiki sé að fara áfram með tvö stig mun mögulega liggja fyrir áður en Ísland mætir Austurríki enda verður keppni í fjórum riðlum af sex lokið þegar flautað verður til leiks í E og F-riðli 22. júní. b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stig c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stigFréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti