James efstur í öllu af öllum í úrslitaeinvíginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2016 22:25 James býr sig undir að troða. vísir/getty LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið magnaður í úrslitaeinvíginu gegn Golden State Warriors. Cleveland lenti 3-1 undir í einvíginu en vann leiki fimm og sex og tryggði sér oddaleik sem hefst núna á miðnætti.Sjá einnig: Keypti tvo miða á sjöunda leikinn á 6,2 milljónir stykkið Tölfræðin sem James sem hefur boðið upp á í síðustu tveimur leikjum er nánast ómennsk.James mætir til leiks.vísir/gettyÍ fimmta leiknum, sem Cleveland vann 97-112, skoraði James 41 stig, tók 16 fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal boltanum í þrígang og varði þrjú skot.Cleveland vann sjötta leikinn 115-101 þar sem James skoraði aftur 41 stig. Auk þess tók hann átta fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal fjórum boltum, varði þrjú skot og var með 59,2% skotnýtingu. James er með 30,2 stig, 11,3 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og margir spá því að hann verði valinn verðmætasti leikmaður þess, burtséð frá úrslitum oddaleiksins í nótt. Til að setja þessa mögnuðu frammistöðu í eitthvað samhengi, þá er vert að benda tíst frá ESPN Stats & Info.LeBron James leads everyone in everything ... literally pic.twitter.com/gvhXehdaDV — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 17, 2016Þar kemur fram að James er efstur í öllum tölfræðiþáttum í úrslitaeinvíginu af öllum leikmönnum í báðum liðum.Sjá einnig: Iguodala ætlar að harka af sér og spila oddaleikinn James hefur m.ö.o. skorað flest stig, tekið flest fráköst (ásamt samherja sínum Tristan Thompson), gefið flestar stoðsendingar, stolið flestum boltum og varið flest skot af öllum leikmönnum í einvíginu. Mögnuð tölfræði sem verður seint toppuð.Oddaleikur Golden State og Cleveland hefst klukkan tólf á miðnætti og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið magnaður í úrslitaeinvíginu gegn Golden State Warriors. Cleveland lenti 3-1 undir í einvíginu en vann leiki fimm og sex og tryggði sér oddaleik sem hefst núna á miðnætti.Sjá einnig: Keypti tvo miða á sjöunda leikinn á 6,2 milljónir stykkið Tölfræðin sem James sem hefur boðið upp á í síðustu tveimur leikjum er nánast ómennsk.James mætir til leiks.vísir/gettyÍ fimmta leiknum, sem Cleveland vann 97-112, skoraði James 41 stig, tók 16 fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal boltanum í þrígang og varði þrjú skot.Cleveland vann sjötta leikinn 115-101 þar sem James skoraði aftur 41 stig. Auk þess tók hann átta fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal fjórum boltum, varði þrjú skot og var með 59,2% skotnýtingu. James er með 30,2 stig, 11,3 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og margir spá því að hann verði valinn verðmætasti leikmaður þess, burtséð frá úrslitum oddaleiksins í nótt. Til að setja þessa mögnuðu frammistöðu í eitthvað samhengi, þá er vert að benda tíst frá ESPN Stats & Info.LeBron James leads everyone in everything ... literally pic.twitter.com/gvhXehdaDV — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 17, 2016Þar kemur fram að James er efstur í öllum tölfræðiþáttum í úrslitaeinvíginu af öllum leikmönnum í báðum liðum.Sjá einnig: Iguodala ætlar að harka af sér og spila oddaleikinn James hefur m.ö.o. skorað flest stig, tekið flest fráköst (ásamt samherja sínum Tristan Thompson), gefið flestar stoðsendingar, stolið flestum boltum og varið flest skot af öllum leikmönnum í einvíginu. Mögnuð tölfræði sem verður seint toppuð.Oddaleikur Golden State og Cleveland hefst klukkan tólf á miðnætti og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira