Segja Siðfræðistofnun fara rangt með Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, segir fullan vilja til að veita aðgang að gögnum spítalans vegna barkaígræðslumálsins. vísir/valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56