Segja Siðfræðistofnun fara rangt með Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, segir fullan vilja til að veita aðgang að gögnum spítalans vegna barkaígræðslumálsins. vísir/valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56