Dagný loksins komin til íslensku stelpnanna í Skotlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 08:40 Það voru örugglega fagnaðarfundir þegar Dagný kom til Falkirk en hér fagnar hún marki í síðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM sem var úti í Hvíta-Rússlandi. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotlandi á föstudaginn í uppgjöri efstu liða riðilsins í undankeppni EM og liða sem hafa enn ekki tapað stigi í undankeppninni. Liðin berjast um efsta sætið sem gefur beint sæti á Evrópumótinu í Hollandi á næsta ári. Dagný Brynjarsdóttir var upptekin með félagi sínu Portland Thorns í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið og ferðalagið hennar frá vesturströnd Bandaríkjanna tók sinn tíma. Knattspyrnusambandið segir frá komu hennar á heimasíðu sinni. Tveir leikmenn úr skoska hópnum voru samferða íslensku landsliðskonunni frá Bandaríkjunum en Dagný mætti þeim einmitt á sunnudagskvöldið þegar Portland Thorns og Seattle Reign gerðu markalaust jafntefli í NWSL deildinni. Þetta voru miðvörðurinn Rachel Corsie og miðjumaðurinn Kim Little. Dagný átti þó nokkuð í höggi við Rachel í leiknum en sú sunnlenska lék sem framherji í þessum leik. Dagný hefur samt sem áður enn enn náð að æfa með íslenska liðinu því hún náði þó ekki æfingu dagsins. Dagný verður þó klár í slaginn í dag þegar liðið æfir tvisvar sinnum. Aðstæður eru hinar ákjósanlegustu í Falkirk, veðrið leikur við heimamenn og gesti þeirra. Sólin lætur mikið fyrir sér fara og hitinn er um 18 stig. Allar æfingarnar fara fram á gervigrasi enda verður leikið á gervigraslögðum Falkirk velli á föstudaginn. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotlandi á föstudaginn í uppgjöri efstu liða riðilsins í undankeppni EM og liða sem hafa enn ekki tapað stigi í undankeppninni. Liðin berjast um efsta sætið sem gefur beint sæti á Evrópumótinu í Hollandi á næsta ári. Dagný Brynjarsdóttir var upptekin með félagi sínu Portland Thorns í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið og ferðalagið hennar frá vesturströnd Bandaríkjanna tók sinn tíma. Knattspyrnusambandið segir frá komu hennar á heimasíðu sinni. Tveir leikmenn úr skoska hópnum voru samferða íslensku landsliðskonunni frá Bandaríkjunum en Dagný mætti þeim einmitt á sunnudagskvöldið þegar Portland Thorns og Seattle Reign gerðu markalaust jafntefli í NWSL deildinni. Þetta voru miðvörðurinn Rachel Corsie og miðjumaðurinn Kim Little. Dagný átti þó nokkuð í höggi við Rachel í leiknum en sú sunnlenska lék sem framherji í þessum leik. Dagný hefur samt sem áður enn enn náð að æfa með íslenska liðinu því hún náði þó ekki æfingu dagsins. Dagný verður þó klár í slaginn í dag þegar liðið æfir tvisvar sinnum. Aðstæður eru hinar ákjósanlegustu í Falkirk, veðrið leikur við heimamenn og gesti þeirra. Sólin lætur mikið fyrir sér fara og hitinn er um 18 stig. Allar æfingarnar fara fram á gervigrasi enda verður leikið á gervigraslögðum Falkirk velli á föstudaginn.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira