Strákarnir okkar mæta Englandsmeistara á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 09:30 Christian Fuchs mætir sem Englandsmeistari á EM og spilar á móti Íslandi. vísir/getty Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27