Breytileg átt Þorvaldur Gylfason skrifar 2. júní 2016 07:00 Við lifum óvissa tíma. Skyndilega hafa veður skipazt svo á lofti að skýin hrannast upp. Á tíma kalda stríðsins fram að hruni kommúnismans um 1990 voru ýmis utanríkismál að sönnu ótrygg, en innanríkismál í okkar heimshluta ollu engum sérstökum áhyggjum á heildina litið. Lífskjör almennings bötnuðu jafnt og þétt og rótgróið ranglæti vék smám saman fyrir nútímalegri afstöðu til mannréttinda. Munaði þar mest um nýja mannréttindalöggjöf í Bandaríkjunum 1964, 99 árum eftir afnám þrælahalds. Margt annað lagðist á sömu sveif. . Paul McCartney komst að því löngu síðar að bannaðar bítlaplötur og kjarkurinn sem þær kveiktu voru taldar eiga umtalsverðan þátt í að grafa undan ógnarveldi kommúnista í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.Tala, synda, fljúga Meðal þeirra sem hafa vakað yfir rás atburðanna af áhorfendapöllunum áratug fram af áratug er bandaríski málfræðingurinn Noam Chomsky, prófessor í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) sem ég nefndi á þessum stað fyrir viku. Af Chomsky er mikil saga. Hann er einn helzti málfræðingur samtímans, umbylti þeirri grein líkt og Albert Einstein umbylti eðlisfræði og Sigmund Freud umbylti sálarfræði. Noam Chomsky innleiddi þá hugsun í málfræði að maðurinn hafi meðfæddan hæfileika til að tala líkt og fiskar hafa meðfæddan hæfileika til að synda og fuglar til að fljúga. Þessi einfalda hugmynd – að hæfileikinn til að tala liggi í erfðavísum – leiddi til gagngerrar endurskoðunar á skilningi manna á eðli mannamáls og skýrði hvers vegna allt mál er í eðli sínu eins þótt tungumál heimsins séu býsna mörg og ólík á yfirborðinu.Sálumessa bandaríska draumsins Noam Chomsky var jafnframt á kafi í pólitík frá unga aldri þótt hann léti nemendur sína á MIT aldrei finna fyrir því. Hann barðist m.a. gegn styrjöldinni í Víetnam, var á óvinalista Richards Nixon Bandaríkjaforseta 1968-1974 og var handtekinn oftar en einu sinni. Mörgum hefur þótt málflutningur hans fjarlægur, jafnvel öfgakenndur, en atburðir síðustu ára bregða nýrri birtu á málið. Margt af því sem Chomsky hefur sagt um Bandaríkin virðist nú miklu nær réttu lagi en áður. Áhugi Bandaríkjamanna og einnig bandarískra hagfræðinga á skiptingu auðs og tekna var lítill sem enginn áratugum saman þar til upp úr sauð eftir hremmingarnar sem hófust 2007-2008. Það var eins og menn vöknuðu þá fyrst upp við þann vonda draum að kaupmáttur venjulegra launa hafði staðið í stað áratugum saman á meðan auðstéttirnar mökuðu krókinn. Upp úr þessum jarðvegi er sprottið forsetaframboð Bernie Sanders, lýðræðissósíalista sem hefði aldrei fyrr getað fengið kjósendur til að hlusta á sig eins og honum hefur tekizt í prófkosningum demókrata síðustu mánuði. Upp úr þessum jarðvegi má einnig segja að framboð Donalds Trump sé sprottið þótt ólíku sé að öðru leyti saman að jafna. Sanders berst gegn misskiptingu og hyggst skera upp herör gegn henni, en Trump gerir út á misskiptinguna þótt hann tali ekki gegn henni berum orðum, auðkýfingurinn. Líku máli gegnir um Noam Chomsky. Nú hlusta menn á hann af athygli líkt og Bernie Sanders í ljósi breyttra aðstæðna. Chomsky fer yfir sviðið í nýrri kvikmynd, Sálumessa bandaríska draumsins.Samband auðs og valda Noam Chomsky rekur í myndinni hvernig kjörnir fulltrúar hneigjast til að hlaða undir auðmenn og öfugt. Þegar hann talaði um auðvald á fyrri tíð hljómaði hann e.t.v. í eyrum margra eins og rödd aftan úr grárri forneskju. Fáir hlustuðu. En nú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur nýlega (2010) rutt til hliðar öllum hindrunum í vegi auðmanna sem vilja kaupa sér völd og áhrif sér margt venjulegt fólk í hendi sér að þetta er rétt hjá Chomsky. Hann sá hættuna fyrir, greindi þróunina rétt og gafst ekki upp. Og hann varar enn sem fyrr við hættunni sem lýðræðisskipaninni stafar af sambandi auðs og valda. Vandinn hefur ágerzt. Bandarískir þingmenn verja að jafnaði þrem vinnudögum í viku til fjáröflunar. Traust almennings á Bandaríkjaþingi og Hæstarétti er hrunið. Auðmenn eins og Donald Trump hafa forskot á aðra frambjóðendur og þröngva keppinautum með minni fjárráð upp í flasið á fjársterkum bakhjörlum. Eini forsetaframbjóðandinn í ár sem hefur tekizt að rjúfa þessa reglu er Bernie Sanders. Hann tekur aðeins við lágum framlögum einstaklinga og hefur með því móti getað safnað nokkurn veginn jafnmiklu fé til þessa og keppinauti hans Hillary Clinton hefur tekizt að safna með gamla laginu, þ.e. með hjálp auðmanna. Hörð átök nú um skipun nýs dómara í Hæstarétt í stað Antonins Scalia sem lézt fyrir nokkru snúast ekki sízt um samband auðs og valda. Takist Barack Obama forseta að fá þingið til að staðfesta skipun þess dómara sem hann hefur útnefnt, má ætla að hæstiréttur muni á ný reisa skorður við fjárútlátum til stjórnmálaflokka og manna. Takist Obama ekki ætlunarverk sitt og sigri Donald Trump í forsetakosningunum í haust er við því að búast að auðvaldið haldi áfram að blómstra í Bandaríkjunum á kostnað almennings, lýðræðið haldi áfram að laskast enn frekar en orðið er og álit landsins að þverra í augum umheimsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Við lifum óvissa tíma. Skyndilega hafa veður skipazt svo á lofti að skýin hrannast upp. Á tíma kalda stríðsins fram að hruni kommúnismans um 1990 voru ýmis utanríkismál að sönnu ótrygg, en innanríkismál í okkar heimshluta ollu engum sérstökum áhyggjum á heildina litið. Lífskjör almennings bötnuðu jafnt og þétt og rótgróið ranglæti vék smám saman fyrir nútímalegri afstöðu til mannréttinda. Munaði þar mest um nýja mannréttindalöggjöf í Bandaríkjunum 1964, 99 árum eftir afnám þrælahalds. Margt annað lagðist á sömu sveif. . Paul McCartney komst að því löngu síðar að bannaðar bítlaplötur og kjarkurinn sem þær kveiktu voru taldar eiga umtalsverðan þátt í að grafa undan ógnarveldi kommúnista í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.Tala, synda, fljúga Meðal þeirra sem hafa vakað yfir rás atburðanna af áhorfendapöllunum áratug fram af áratug er bandaríski málfræðingurinn Noam Chomsky, prófessor í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) sem ég nefndi á þessum stað fyrir viku. Af Chomsky er mikil saga. Hann er einn helzti málfræðingur samtímans, umbylti þeirri grein líkt og Albert Einstein umbylti eðlisfræði og Sigmund Freud umbylti sálarfræði. Noam Chomsky innleiddi þá hugsun í málfræði að maðurinn hafi meðfæddan hæfileika til að tala líkt og fiskar hafa meðfæddan hæfileika til að synda og fuglar til að fljúga. Þessi einfalda hugmynd – að hæfileikinn til að tala liggi í erfðavísum – leiddi til gagngerrar endurskoðunar á skilningi manna á eðli mannamáls og skýrði hvers vegna allt mál er í eðli sínu eins þótt tungumál heimsins séu býsna mörg og ólík á yfirborðinu.Sálumessa bandaríska draumsins Noam Chomsky var jafnframt á kafi í pólitík frá unga aldri þótt hann léti nemendur sína á MIT aldrei finna fyrir því. Hann barðist m.a. gegn styrjöldinni í Víetnam, var á óvinalista Richards Nixon Bandaríkjaforseta 1968-1974 og var handtekinn oftar en einu sinni. Mörgum hefur þótt málflutningur hans fjarlægur, jafnvel öfgakenndur, en atburðir síðustu ára bregða nýrri birtu á málið. Margt af því sem Chomsky hefur sagt um Bandaríkin virðist nú miklu nær réttu lagi en áður. Áhugi Bandaríkjamanna og einnig bandarískra hagfræðinga á skiptingu auðs og tekna var lítill sem enginn áratugum saman þar til upp úr sauð eftir hremmingarnar sem hófust 2007-2008. Það var eins og menn vöknuðu þá fyrst upp við þann vonda draum að kaupmáttur venjulegra launa hafði staðið í stað áratugum saman á meðan auðstéttirnar mökuðu krókinn. Upp úr þessum jarðvegi er sprottið forsetaframboð Bernie Sanders, lýðræðissósíalista sem hefði aldrei fyrr getað fengið kjósendur til að hlusta á sig eins og honum hefur tekizt í prófkosningum demókrata síðustu mánuði. Upp úr þessum jarðvegi má einnig segja að framboð Donalds Trump sé sprottið þótt ólíku sé að öðru leyti saman að jafna. Sanders berst gegn misskiptingu og hyggst skera upp herör gegn henni, en Trump gerir út á misskiptinguna þótt hann tali ekki gegn henni berum orðum, auðkýfingurinn. Líku máli gegnir um Noam Chomsky. Nú hlusta menn á hann af athygli líkt og Bernie Sanders í ljósi breyttra aðstæðna. Chomsky fer yfir sviðið í nýrri kvikmynd, Sálumessa bandaríska draumsins.Samband auðs og valda Noam Chomsky rekur í myndinni hvernig kjörnir fulltrúar hneigjast til að hlaða undir auðmenn og öfugt. Þegar hann talaði um auðvald á fyrri tíð hljómaði hann e.t.v. í eyrum margra eins og rödd aftan úr grárri forneskju. Fáir hlustuðu. En nú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur nýlega (2010) rutt til hliðar öllum hindrunum í vegi auðmanna sem vilja kaupa sér völd og áhrif sér margt venjulegt fólk í hendi sér að þetta er rétt hjá Chomsky. Hann sá hættuna fyrir, greindi þróunina rétt og gafst ekki upp. Og hann varar enn sem fyrr við hættunni sem lýðræðisskipaninni stafar af sambandi auðs og valda. Vandinn hefur ágerzt. Bandarískir þingmenn verja að jafnaði þrem vinnudögum í viku til fjáröflunar. Traust almennings á Bandaríkjaþingi og Hæstarétti er hrunið. Auðmenn eins og Donald Trump hafa forskot á aðra frambjóðendur og þröngva keppinautum með minni fjárráð upp í flasið á fjársterkum bakhjörlum. Eini forsetaframbjóðandinn í ár sem hefur tekizt að rjúfa þessa reglu er Bernie Sanders. Hann tekur aðeins við lágum framlögum einstaklinga og hefur með því móti getað safnað nokkurn veginn jafnmiklu fé til þessa og keppinauti hans Hillary Clinton hefur tekizt að safna með gamla laginu, þ.e. með hjálp auðmanna. Hörð átök nú um skipun nýs dómara í Hæstarétt í stað Antonins Scalia sem lézt fyrir nokkru snúast ekki sízt um samband auðs og valda. Takist Barack Obama forseta að fá þingið til að staðfesta skipun þess dómara sem hann hefur útnefnt, má ætla að hæstiréttur muni á ný reisa skorður við fjárútlátum til stjórnmálaflokka og manna. Takist Obama ekki ætlunarverk sitt og sigri Donald Trump í forsetakosningunum í haust er við því að búast að auðvaldið haldi áfram að blómstra í Bandaríkjunum á kostnað almennings, lýðræðið haldi áfram að laskast enn frekar en orðið er og álit landsins að þverra í augum umheimsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun