Björgólfsfeðgar sagðir tengjast tugum aflandsfélaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 14:35 Björgólfsfeðgarnir eru langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum. Vísir/Getty/Vilhelm Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson tengjast fleiri en fimmtíu aflandsfélögum sem stofnuð voru í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Björgólfur Thor segir ítarlega rannsókn á fjármálum sínum þegar hafa farið fram.Stundin greinir frá í umfjöllun um viðskipti feðganna. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media og er unninn upp úr Panama-skjölunum. Kemur fram að Björgólfsfeðgarnir séu langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum og að gögnin um þá nái aftur til ársins 2001. Samkvæmt Panamagögnunum stofnaði Landsbanki Íslands meira en 400 aflandsfélög með fulltingi Mossack Fonseca. Var bankinn sjötti stærsti viðskiptavinur lögmannstofunnar. Björgólfsfeðgar voru stærstu hluthafar í Landsbankanum fyrir bankahrunið 2008. Í Stundinni kemur fram að eignarhaldið á öllu alþjóðlegu fyrirtækjaneti Björgólfs Thors hafi verið eða sé í gegnum skattaskjólsfélög sem fram koma í gögnunum frá Mossack Fonseca en Björgólfur Thor er, og hefur verið, einn stórvirkasti fjárfestir landsins og er hann á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins.Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca.VísirHikuðu við að veita Björgólfi umboð Félagið Ranpod Limited er fyrirferðarmikið í umfjöllun Stundarinnar. Samkvæmt tölvupóstum sem finna má í gögnunum var óskað eftir því að Björgólfur Guðmundsson fengi prókúru-umboð fyrir félagið í nóvember 2008, mánuði eftir hrun Landsbankans. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúaeyjunum, í eigu Evelyn Bentínu Björgólfsdóttur, dóttur Björgólfs. Eftir að slík beiðni var lögð fram bentu starfsmenn lögmannstofunnar Mossack Fonseca á að upplýsingar sem tengdu Björgólf við fjársvik og efnahagsbrot hafi fundist. Lítur út fyrir að lögmannstofan hafi verið treg til þess að veita umboðið. Í tölvupóstum kemur fram að rekið hafi verið eftir veitingu umboðsins og að viðskiptavinurinn hafi hringt á tíu mínútna fresti. Nokkrum dögum síðar fengu bæði Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson prókúruumboðið. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays-bankanum í Sviss þar sem Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum. Stundin greinir frá því að engin gögn sé að finna um eignir Ranpod Limited.Björgólfur Thor Björgólfsson.Vísir/VilhelmSegir Stundina fara með himinskautumBjörgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllun Stundarinnar í dag. Þar segist hann ekki ætla að „elta ólar við söguheim Stundarinnar,“ en gerir þó þrjár athugasemdir við fréttaflutninginn. Segir hann að alþjóðleg lánaaviðskipti sín hafi verið mikil, þar á meðal við Landsbankann í Lúxemborg. Lán sín hafi þó öll verið gerð upp. Þá segir hann að í tengslum við skuldauppgjör sitt hafi farið fram ítarleg rannsókn á fjármálum sínum. Þar segir hann her manna hafa farið öll gögn um sig og sín félög. Segir hann að þær upplýsingar hafi verið mun ítarlegri en þau sem finna má í Panama-skjölunum. „Hugleiðingar um að einhverju hafi verið haldið undan eru bæði ósmekklegar og meiðandi, fyrir utan þá kokhreysti blaðamanna Stundarinnar að telja sig hafa fundið það sem þessum sérfræðihópi á vegum kröfuhafa minna á að hafa yfirsést,“ segir Björgólfur. Vísar hann þvi á bug að rétt hafi verið að þeir fegðar væru skráðir fjárhagslega tengdir aðilar, slík tengsl hafi ekkert með fjölskyldutengsl að gera. „Við vorum ekki og erum ekki fjárhagslega tengdir sem sést best á því að faðir minn varð gjaldþrota en ég ekki,“ segir Björgólfur. Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09 Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson tengjast fleiri en fimmtíu aflandsfélögum sem stofnuð voru í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Björgólfur Thor segir ítarlega rannsókn á fjármálum sínum þegar hafa farið fram.Stundin greinir frá í umfjöllun um viðskipti feðganna. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media og er unninn upp úr Panama-skjölunum. Kemur fram að Björgólfsfeðgarnir séu langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum og að gögnin um þá nái aftur til ársins 2001. Samkvæmt Panamagögnunum stofnaði Landsbanki Íslands meira en 400 aflandsfélög með fulltingi Mossack Fonseca. Var bankinn sjötti stærsti viðskiptavinur lögmannstofunnar. Björgólfsfeðgar voru stærstu hluthafar í Landsbankanum fyrir bankahrunið 2008. Í Stundinni kemur fram að eignarhaldið á öllu alþjóðlegu fyrirtækjaneti Björgólfs Thors hafi verið eða sé í gegnum skattaskjólsfélög sem fram koma í gögnunum frá Mossack Fonseca en Björgólfur Thor er, og hefur verið, einn stórvirkasti fjárfestir landsins og er hann á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins.Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca.VísirHikuðu við að veita Björgólfi umboð Félagið Ranpod Limited er fyrirferðarmikið í umfjöllun Stundarinnar. Samkvæmt tölvupóstum sem finna má í gögnunum var óskað eftir því að Björgólfur Guðmundsson fengi prókúru-umboð fyrir félagið í nóvember 2008, mánuði eftir hrun Landsbankans. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúaeyjunum, í eigu Evelyn Bentínu Björgólfsdóttur, dóttur Björgólfs. Eftir að slík beiðni var lögð fram bentu starfsmenn lögmannstofunnar Mossack Fonseca á að upplýsingar sem tengdu Björgólf við fjársvik og efnahagsbrot hafi fundist. Lítur út fyrir að lögmannstofan hafi verið treg til þess að veita umboðið. Í tölvupóstum kemur fram að rekið hafi verið eftir veitingu umboðsins og að viðskiptavinurinn hafi hringt á tíu mínútna fresti. Nokkrum dögum síðar fengu bæði Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson prókúruumboðið. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays-bankanum í Sviss þar sem Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum. Stundin greinir frá því að engin gögn sé að finna um eignir Ranpod Limited.Björgólfur Thor Björgólfsson.Vísir/VilhelmSegir Stundina fara með himinskautumBjörgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllun Stundarinnar í dag. Þar segist hann ekki ætla að „elta ólar við söguheim Stundarinnar,“ en gerir þó þrjár athugasemdir við fréttaflutninginn. Segir hann að alþjóðleg lánaaviðskipti sín hafi verið mikil, þar á meðal við Landsbankann í Lúxemborg. Lán sín hafi þó öll verið gerð upp. Þá segir hann að í tengslum við skuldauppgjör sitt hafi farið fram ítarleg rannsókn á fjármálum sínum. Þar segir hann her manna hafa farið öll gögn um sig og sín félög. Segir hann að þær upplýsingar hafi verið mun ítarlegri en þau sem finna má í Panama-skjölunum. „Hugleiðingar um að einhverju hafi verið haldið undan eru bæði ósmekklegar og meiðandi, fyrir utan þá kokhreysti blaðamanna Stundarinnar að telja sig hafa fundið það sem þessum sérfræðihópi á vegum kröfuhafa minna á að hafa yfirsést,“ segir Björgólfur. Vísar hann þvi á bug að rétt hafi verið að þeir fegðar væru skráðir fjárhagslega tengdir aðilar, slík tengsl hafi ekkert með fjölskyldutengsl að gera. „Við vorum ekki og erum ekki fjárhagslega tengdir sem sést best á því að faðir minn varð gjaldþrota en ég ekki,“ segir Björgólfur.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09 Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09
Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46