Björgólfsfeðgar sagðir tengjast tugum aflandsfélaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 14:35 Björgólfsfeðgarnir eru langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum. Vísir/Getty/Vilhelm Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson tengjast fleiri en fimmtíu aflandsfélögum sem stofnuð voru í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Björgólfur Thor segir ítarlega rannsókn á fjármálum sínum þegar hafa farið fram.Stundin greinir frá í umfjöllun um viðskipti feðganna. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media og er unninn upp úr Panama-skjölunum. Kemur fram að Björgólfsfeðgarnir séu langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum og að gögnin um þá nái aftur til ársins 2001. Samkvæmt Panamagögnunum stofnaði Landsbanki Íslands meira en 400 aflandsfélög með fulltingi Mossack Fonseca. Var bankinn sjötti stærsti viðskiptavinur lögmannstofunnar. Björgólfsfeðgar voru stærstu hluthafar í Landsbankanum fyrir bankahrunið 2008. Í Stundinni kemur fram að eignarhaldið á öllu alþjóðlegu fyrirtækjaneti Björgólfs Thors hafi verið eða sé í gegnum skattaskjólsfélög sem fram koma í gögnunum frá Mossack Fonseca en Björgólfur Thor er, og hefur verið, einn stórvirkasti fjárfestir landsins og er hann á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins.Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca.VísirHikuðu við að veita Björgólfi umboð Félagið Ranpod Limited er fyrirferðarmikið í umfjöllun Stundarinnar. Samkvæmt tölvupóstum sem finna má í gögnunum var óskað eftir því að Björgólfur Guðmundsson fengi prókúru-umboð fyrir félagið í nóvember 2008, mánuði eftir hrun Landsbankans. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúaeyjunum, í eigu Evelyn Bentínu Björgólfsdóttur, dóttur Björgólfs. Eftir að slík beiðni var lögð fram bentu starfsmenn lögmannstofunnar Mossack Fonseca á að upplýsingar sem tengdu Björgólf við fjársvik og efnahagsbrot hafi fundist. Lítur út fyrir að lögmannstofan hafi verið treg til þess að veita umboðið. Í tölvupóstum kemur fram að rekið hafi verið eftir veitingu umboðsins og að viðskiptavinurinn hafi hringt á tíu mínútna fresti. Nokkrum dögum síðar fengu bæði Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson prókúruumboðið. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays-bankanum í Sviss þar sem Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum. Stundin greinir frá því að engin gögn sé að finna um eignir Ranpod Limited.Björgólfur Thor Björgólfsson.Vísir/VilhelmSegir Stundina fara með himinskautumBjörgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllun Stundarinnar í dag. Þar segist hann ekki ætla að „elta ólar við söguheim Stundarinnar,“ en gerir þó þrjár athugasemdir við fréttaflutninginn. Segir hann að alþjóðleg lánaaviðskipti sín hafi verið mikil, þar á meðal við Landsbankann í Lúxemborg. Lán sín hafi þó öll verið gerð upp. Þá segir hann að í tengslum við skuldauppgjör sitt hafi farið fram ítarleg rannsókn á fjármálum sínum. Þar segir hann her manna hafa farið öll gögn um sig og sín félög. Segir hann að þær upplýsingar hafi verið mun ítarlegri en þau sem finna má í Panama-skjölunum. „Hugleiðingar um að einhverju hafi verið haldið undan eru bæði ósmekklegar og meiðandi, fyrir utan þá kokhreysti blaðamanna Stundarinnar að telja sig hafa fundið það sem þessum sérfræðihópi á vegum kröfuhafa minna á að hafa yfirsést,“ segir Björgólfur. Vísar hann þvi á bug að rétt hafi verið að þeir fegðar væru skráðir fjárhagslega tengdir aðilar, slík tengsl hafi ekkert með fjölskyldutengsl að gera. „Við vorum ekki og erum ekki fjárhagslega tengdir sem sést best á því að faðir minn varð gjaldþrota en ég ekki,“ segir Björgólfur. Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09 Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson tengjast fleiri en fimmtíu aflandsfélögum sem stofnuð voru í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Björgólfur Thor segir ítarlega rannsókn á fjármálum sínum þegar hafa farið fram.Stundin greinir frá í umfjöllun um viðskipti feðganna. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media og er unninn upp úr Panama-skjölunum. Kemur fram að Björgólfsfeðgarnir séu langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum og að gögnin um þá nái aftur til ársins 2001. Samkvæmt Panamagögnunum stofnaði Landsbanki Íslands meira en 400 aflandsfélög með fulltingi Mossack Fonseca. Var bankinn sjötti stærsti viðskiptavinur lögmannstofunnar. Björgólfsfeðgar voru stærstu hluthafar í Landsbankanum fyrir bankahrunið 2008. Í Stundinni kemur fram að eignarhaldið á öllu alþjóðlegu fyrirtækjaneti Björgólfs Thors hafi verið eða sé í gegnum skattaskjólsfélög sem fram koma í gögnunum frá Mossack Fonseca en Björgólfur Thor er, og hefur verið, einn stórvirkasti fjárfestir landsins og er hann á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins.Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca.VísirHikuðu við að veita Björgólfi umboð Félagið Ranpod Limited er fyrirferðarmikið í umfjöllun Stundarinnar. Samkvæmt tölvupóstum sem finna má í gögnunum var óskað eftir því að Björgólfur Guðmundsson fengi prókúru-umboð fyrir félagið í nóvember 2008, mánuði eftir hrun Landsbankans. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúaeyjunum, í eigu Evelyn Bentínu Björgólfsdóttur, dóttur Björgólfs. Eftir að slík beiðni var lögð fram bentu starfsmenn lögmannstofunnar Mossack Fonseca á að upplýsingar sem tengdu Björgólf við fjársvik og efnahagsbrot hafi fundist. Lítur út fyrir að lögmannstofan hafi verið treg til þess að veita umboðið. Í tölvupóstum kemur fram að rekið hafi verið eftir veitingu umboðsins og að viðskiptavinurinn hafi hringt á tíu mínútna fresti. Nokkrum dögum síðar fengu bæði Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson prókúruumboðið. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays-bankanum í Sviss þar sem Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum. Stundin greinir frá því að engin gögn sé að finna um eignir Ranpod Limited.Björgólfur Thor Björgólfsson.Vísir/VilhelmSegir Stundina fara með himinskautumBjörgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllun Stundarinnar í dag. Þar segist hann ekki ætla að „elta ólar við söguheim Stundarinnar,“ en gerir þó þrjár athugasemdir við fréttaflutninginn. Segir hann að alþjóðleg lánaaviðskipti sín hafi verið mikil, þar á meðal við Landsbankann í Lúxemborg. Lán sín hafi þó öll verið gerð upp. Þá segir hann að í tengslum við skuldauppgjör sitt hafi farið fram ítarleg rannsókn á fjármálum sínum. Þar segir hann her manna hafa farið öll gögn um sig og sín félög. Segir hann að þær upplýsingar hafi verið mun ítarlegri en þau sem finna má í Panama-skjölunum. „Hugleiðingar um að einhverju hafi verið haldið undan eru bæði ósmekklegar og meiðandi, fyrir utan þá kokhreysti blaðamanna Stundarinnar að telja sig hafa fundið það sem þessum sérfræðihópi á vegum kröfuhafa minna á að hafa yfirsést,“ segir Björgólfur. Vísar hann þvi á bug að rétt hafi verið að þeir fegðar væru skráðir fjárhagslega tengdir aðilar, slík tengsl hafi ekkert með fjölskyldutengsl að gera. „Við vorum ekki og erum ekki fjárhagslega tengdir sem sést best á því að faðir minn varð gjaldþrota en ég ekki,“ segir Björgólfur.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09 Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09
Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46