Forgangsröðum rétt og fjárfestum í öflugu heilbrigðiskerfi Kjartan Þór Ingason skrifar 3. júní 2016 11:55 Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun