Eitt met í höfn og annað í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck gerði Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í þriðja leik sínum með íslenska landsliðið og Aron Einar hefur haldið fyrirliðastöðunni síðan. Fréttablaðið/Anton Brink Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira