Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2016 16:39 Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47