Vill víðtækari sátt um búvörusamning Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 09:45 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson. Búvörusamningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson.
Búvörusamningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira