Arfleifð Vilmundar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2016 07:00 „Við viljum frelsi, frelsi fyrir litlar einingar. Við viljum ábyrgð, ábyrgð fyrir einstaklinga og samtök þeirra. Við viljum að samningsgerð sé frjáls og við viljum að maðurinn sé frjáls.“ Svo mælti Vilmundur Gylfason í þingræðu um vantraust á þáverandi ríkisstjórn 23. nóvember 1982. Ræða Vilmundar í umrætt sinn er listaverk óháð því hvort þeir sem á hlýða eða lesa eru fylgismenn þeirrar hugmyndafræði sem Vilmundur boðaði í stjórnmálum. Í ræðunni, sem er aðgengileg í heild sinni á YouTube og á vef Alþingis, sameinast orðsnilld, rökfesta og mælskulist. Þarna birtist líka pólitísk ástríða sem sést sjaldan í stjórnmálum nútímans á Íslandi. Mælskulistin í ræðunni er slík að í henni felst afþreying sem er á pari við það besta sem er á boðstólum í nútímanum. Sá boðskapur sem fluttur var í ræðunni speglast ekki eingöngu í sósíaldemókratískum gildum, sem Vilmundur stóð fyrir, heldur einnig í frelsi, sem allir lýðræðissinnar styðja. Sérhagsmunagæsla gamla flokkakerfisins var meinsemd samfélagsins alls og vandamál sem Vilmundur barðist gegn. Sérhagsmunagæsla, varðstaða um hagsmuni fárra á kostnað allra, er enn mikið vandamál í samfélagi okkar 34 árum síðar. Á sviði sjávarútvegs birtist sérhagsmunagæslan í því að endurgjald til ríkisins fyrir nýtingu auðlindar innan 200 mílna efnahagslögsögu endurspeglar engan veginn verðmæti auðlindarinnar. Í landbúnaði birtist sérhagsmunagæslan í því að brotinn er réttur á neytendum með tollvernd og takmörkunum á innflutningi búvara. Óhagkvæmu landbúnaðarkerfi er viðhaldið á kostnað skattgreiðenda því sporin hræða þegar breytingar á kerfinu eru annars vegar. Flokkarnir þora ekki að breyta kerfinu neytendum til hagsbóta. Neytendur geta sjálfum sér um kennt að einhverju leyti. Þeir hafa ekki verið nógu áhugasamir um eigin réttindi til að verja þau. Í því liggur sjálfsábyrgð þeirra. „Við viljum að samningsgerð sé frjáls og við viljum að maðurinn sé frjáls,“ sagði Vilmundur Gylfason í ræðunni sem vitnað var til framar. Hið sanna frelsi birtist í samfélagi hinna jöfnu tækifæra. Þetta skildi Vilmundur betur en flestir. Samfélag þar sem ríkið skerðir frelsi borgaranna óhóflega er ekki eftirsóknarvert. Samfélag þar sem fáar fyrirtækjasamsteypur skerða frelsi borgaranna er ekki eftirsóknarvert heldur. Samfélag hinna jöfnu tækifæra er samfélag sem tryggir meðalhóf ríkisins og meðalhóf einkaframtaksins. Það stendur vörð um jafnvægi almannahagsmuna og auðræðis. Þungir undirstraumar samfélagsins, „hin hljóðláta og ábyrga uppreisn gegn því sjálfu“ birtist í minna trausti til hefðbundinna stjórnmálaflokka. Þetta endurspeglar mikinn stuðning við ný umbótaöfl eins og Pírata. Forystumenn gömlu flokkanna þurfa að líta í eigin barm og kanna hvort ekki sé þörf fyrir hugmyndafræðilega endurnýjun þar sem hagsmunir almennings eru settir í forgang en ekki sérhagsmunir fárra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
„Við viljum frelsi, frelsi fyrir litlar einingar. Við viljum ábyrgð, ábyrgð fyrir einstaklinga og samtök þeirra. Við viljum að samningsgerð sé frjáls og við viljum að maðurinn sé frjáls.“ Svo mælti Vilmundur Gylfason í þingræðu um vantraust á þáverandi ríkisstjórn 23. nóvember 1982. Ræða Vilmundar í umrætt sinn er listaverk óháð því hvort þeir sem á hlýða eða lesa eru fylgismenn þeirrar hugmyndafræði sem Vilmundur boðaði í stjórnmálum. Í ræðunni, sem er aðgengileg í heild sinni á YouTube og á vef Alþingis, sameinast orðsnilld, rökfesta og mælskulist. Þarna birtist líka pólitísk ástríða sem sést sjaldan í stjórnmálum nútímans á Íslandi. Mælskulistin í ræðunni er slík að í henni felst afþreying sem er á pari við það besta sem er á boðstólum í nútímanum. Sá boðskapur sem fluttur var í ræðunni speglast ekki eingöngu í sósíaldemókratískum gildum, sem Vilmundur stóð fyrir, heldur einnig í frelsi, sem allir lýðræðissinnar styðja. Sérhagsmunagæsla gamla flokkakerfisins var meinsemd samfélagsins alls og vandamál sem Vilmundur barðist gegn. Sérhagsmunagæsla, varðstaða um hagsmuni fárra á kostnað allra, er enn mikið vandamál í samfélagi okkar 34 árum síðar. Á sviði sjávarútvegs birtist sérhagsmunagæslan í því að endurgjald til ríkisins fyrir nýtingu auðlindar innan 200 mílna efnahagslögsögu endurspeglar engan veginn verðmæti auðlindarinnar. Í landbúnaði birtist sérhagsmunagæslan í því að brotinn er réttur á neytendum með tollvernd og takmörkunum á innflutningi búvara. Óhagkvæmu landbúnaðarkerfi er viðhaldið á kostnað skattgreiðenda því sporin hræða þegar breytingar á kerfinu eru annars vegar. Flokkarnir þora ekki að breyta kerfinu neytendum til hagsbóta. Neytendur geta sjálfum sér um kennt að einhverju leyti. Þeir hafa ekki verið nógu áhugasamir um eigin réttindi til að verja þau. Í því liggur sjálfsábyrgð þeirra. „Við viljum að samningsgerð sé frjáls og við viljum að maðurinn sé frjáls,“ sagði Vilmundur Gylfason í ræðunni sem vitnað var til framar. Hið sanna frelsi birtist í samfélagi hinna jöfnu tækifæra. Þetta skildi Vilmundur betur en flestir. Samfélag þar sem ríkið skerðir frelsi borgaranna óhóflega er ekki eftirsóknarvert. Samfélag þar sem fáar fyrirtækjasamsteypur skerða frelsi borgaranna er ekki eftirsóknarvert heldur. Samfélag hinna jöfnu tækifæra er samfélag sem tryggir meðalhóf ríkisins og meðalhóf einkaframtaksins. Það stendur vörð um jafnvægi almannahagsmuna og auðræðis. Þungir undirstraumar samfélagsins, „hin hljóðláta og ábyrga uppreisn gegn því sjálfu“ birtist í minna trausti til hefðbundinna stjórnmálaflokka. Þetta endurspeglar mikinn stuðning við ný umbótaöfl eins og Pírata. Forystumenn gömlu flokkanna þurfa að líta í eigin barm og kanna hvort ekki sé þörf fyrir hugmyndafræðilega endurnýjun þar sem hagsmunir almennings eru settir í forgang en ekki sérhagsmunir fárra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun