Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 22:26 Heimir og Lars á varamannabekknum í Laugardal í kvöld. Þeirra síðustu móment saman á bekknum verða í Frakklandi. Vísir/Eyþór Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi á Laugardalsvelli eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Lars hafði orð á því að fyrsta korterið hefði valdið honum áhyggjum en svo hefði birt til. Heilt yfir væri hann ánægður með það sem liðið fékk út úr leikjunum tveimur gegn Noregi (3-2 tap) og gegn Liechtenstein í kvöld. Heimir lagði áherslu á að markatalan í kvöld skipti ekki máli. „Strákarnir voru klárir og spiluðu á háu tempói þótt leikurinn væri búinn í hálfleik. Við fengum góðan leik út úr þessu,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir sagði það besta við leikinn hafa verið þá taktísku hluti sem lagðir voru upp fyrir leikinn sem heppnuðust vel. Það stæði upp úr eftir tapið í Noregi þar sem nokkur gildi landsliðsins hefðu ekki verið höfð í heiðri. „Við stigum upp og leikmennirnir sýndu gott viðhorf í 90 mínútur,“ sagði Heimir. Nokkrum sinnum hefði örlað á einbeitingarleysi en erfitt gæti verið að halda einbeitingu í svona leik. Gildi liðsins hefðu verið 100% í heiðri í þessum leik. Lars var spurður út í undirbúninginn í heild sinni en hann hefur marga fjöruna sopið, þrautreyndur eftir að hafa farið endurtekið með sænska landsliðið í lokakeppni stóramóta. „Undirbúningurinn hefur ekki verið fullkominn enda komu margir leikmenn viku á eftir hinum og sumir hafa ekki spilað lengi,“ sagði Lars. Þeir hefðu þurft að búa til plan sem hefði gengið vel. Aron Einar og Kolbeinn, sem hefðu glímt við meiðsli, væru að spila og nú væru allir mjög sáttir þegar átta dagar væru til leiksins gegn Portúgal. Varðandi undirbúning og allt það sem gengur á bak við tjöldin, bónusgreiðslur leikmanna og annað, sagði Heimir„allt vera frágengið“ og sló svo á létta strengi. Eini maðurinn sem væri ekki tilbúinn væri Sigurður Þórðarson liðsstjóri. „Hann mun stíga upp,“ sagði Heimir í gríni. Þjálfararnir voru spurðir að því hver væri stærsta hindrun liðsins fyrir EM í Frakklandi. Lars sagði þá Heimi nokkurn veginn vera búnir að velja byrjunarliðið fyrir Portúgalsleikinn en þó gæti svo margt gerst að það væri ekkert öruggt. „Við Heimir höfum plan og höfum auðvitað greint Portúgal. Nú snýst þetta um hefðbundnar fótboltaæfingar. Við vinnum ekki mikið í forminu þegar svo stutt er í mótið. Við höfum fimm æfingar og fjórar þeirra verða með fókusinn á Portúgalsleiknum,“ sagði Lars. Þeir Heimir væru auðvitað að horfa lengra fram í tímann en leikmenn myndu aðeins einbeita sér að leiknum þann 14. júní. „Við höfum aldrei gert þetta áður,“ sagði Heimir um hver mesta hindrunin væri en benti svo á Lars: „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir og Lars sagði honum í léttum tóni að halda kúlinu. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Það er líklega stærsta hindrunin,“ bætti tannlæknirinn við. Aðspurður sagði hann að sjálfum liði honum nokkuð vel í aðdraganda keppninnar. „Ég veit ekki hvað mun gerast en við munum reyna að njóta þess.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14 Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi á Laugardalsvelli eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Lars hafði orð á því að fyrsta korterið hefði valdið honum áhyggjum en svo hefði birt til. Heilt yfir væri hann ánægður með það sem liðið fékk út úr leikjunum tveimur gegn Noregi (3-2 tap) og gegn Liechtenstein í kvöld. Heimir lagði áherslu á að markatalan í kvöld skipti ekki máli. „Strákarnir voru klárir og spiluðu á háu tempói þótt leikurinn væri búinn í hálfleik. Við fengum góðan leik út úr þessu,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir sagði það besta við leikinn hafa verið þá taktísku hluti sem lagðir voru upp fyrir leikinn sem heppnuðust vel. Það stæði upp úr eftir tapið í Noregi þar sem nokkur gildi landsliðsins hefðu ekki verið höfð í heiðri. „Við stigum upp og leikmennirnir sýndu gott viðhorf í 90 mínútur,“ sagði Heimir. Nokkrum sinnum hefði örlað á einbeitingarleysi en erfitt gæti verið að halda einbeitingu í svona leik. Gildi liðsins hefðu verið 100% í heiðri í þessum leik. Lars var spurður út í undirbúninginn í heild sinni en hann hefur marga fjöruna sopið, þrautreyndur eftir að hafa farið endurtekið með sænska landsliðið í lokakeppni stóramóta. „Undirbúningurinn hefur ekki verið fullkominn enda komu margir leikmenn viku á eftir hinum og sumir hafa ekki spilað lengi,“ sagði Lars. Þeir hefðu þurft að búa til plan sem hefði gengið vel. Aron Einar og Kolbeinn, sem hefðu glímt við meiðsli, væru að spila og nú væru allir mjög sáttir þegar átta dagar væru til leiksins gegn Portúgal. Varðandi undirbúning og allt það sem gengur á bak við tjöldin, bónusgreiðslur leikmanna og annað, sagði Heimir„allt vera frágengið“ og sló svo á létta strengi. Eini maðurinn sem væri ekki tilbúinn væri Sigurður Þórðarson liðsstjóri. „Hann mun stíga upp,“ sagði Heimir í gríni. Þjálfararnir voru spurðir að því hver væri stærsta hindrun liðsins fyrir EM í Frakklandi. Lars sagði þá Heimi nokkurn veginn vera búnir að velja byrjunarliðið fyrir Portúgalsleikinn en þó gæti svo margt gerst að það væri ekkert öruggt. „Við Heimir höfum plan og höfum auðvitað greint Portúgal. Nú snýst þetta um hefðbundnar fótboltaæfingar. Við vinnum ekki mikið í forminu þegar svo stutt er í mótið. Við höfum fimm æfingar og fjórar þeirra verða með fókusinn á Portúgalsleiknum,“ sagði Lars. Þeir Heimir væru auðvitað að horfa lengra fram í tímann en leikmenn myndu aðeins einbeita sér að leiknum þann 14. júní. „Við höfum aldrei gert þetta áður,“ sagði Heimir um hver mesta hindrunin væri en benti svo á Lars: „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir og Lars sagði honum í léttum tóni að halda kúlinu. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Það er líklega stærsta hindrunin,“ bætti tannlæknirinn við. Aðspurður sagði hann að sjálfum liði honum nokkuð vel í aðdraganda keppninnar. „Ég veit ekki hvað mun gerast en við munum reyna að njóta þess.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14 Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05
Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22
Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16