Varnarmaður NFL-meistara Denver Broncos, Aqib Talib, var í fréttunum í gær þar sem hann varð fyrir skoti á næturklúbbi. Sú saga er líklega ekki alveg sönn.
Sjálfur sagði Talib við lögregluna að hann hefði verið of drukkinn til þess að muna eftir hinni meintu skotárás.
Nú hefur það spurst út að Talib hafi sagt vinum sínum að hann hafi skotið sjálfan sig í fótinn en ekki þorað að viðurkenna það.
Skotið fór úr lærinu á honum og út um kálfann. Það bendir til þess að hann hafi skotið sjálfan sig af slysni.
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Plaxico Burress skaut sjálfan sig í fótinn í New York árið 2008. Hann var sendur í tveggja ára fangelsi fyrir það en byssulöggjöfin er ekki eins ströng í Texas þar sem Talib slasaðist.
Hann gæti þó fengið refsingu fyrir að ljúga að lögreglunni.
Þetta atvik varð þess valdandi að hann gat ekki farið með félögum sínum í Broncos í Hvíta húsið í gær og hitt Barack Obama.
Talib virðist hafa skotið sjálfan sig í fótinn

Tengdar fréttir

NFL-leikmaður skotinn í fótinn
Var lykilmaður í meistaraliði Denver Broncos á síðustu leiktíð.