Víkingaskipið á slóðum Leifs heppna í Ameríku Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2016 19:00 Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins. Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins.
Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent