Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Höskuldur Kári Schram skrifar 7. júní 2016 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja. Búvörusamningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja.
Búvörusamningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira