Magic: Mitt Lakers-lið hefði unnið Golden State liðið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 12:30 Vísir/Samsett mynd/Getty og EPA Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti