LeBron James reynir að kveikja í liðsfélögum sínum með gjöfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 11:00 Það hefur lítið gengið upp hjá LeBron James og félögum í fyrstu tveimur leikjunum á móti Golden State. Vísir/Getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru komnir niður í holu í úrslitum NBA-deildarinnar eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunum á móti Golden State Warriors. Fáir körfuboltaspekingar í Bandaríkjunum haga trú á Cleveland-liðinu og einhverjir eru jafnvel sannfærðir um að Cleveland-liðið eigi bara ekki möguleika í Golden State Warriors og verði sópað í sumarfrí. LeBron James reyndi að kveikja í liðsfélögunum með veglegri gjöf fyrir leik tvö en liðið steinlá samt með 33 stigum. Þetta var önnur gjöf kappans til liðfélaga sinna í þessari úrslitakeppni. Hann hefur svo sem efni á því að gefa mönnum veglegar gjafir enda peningar ekkert vandamál á því heimili. Allir leikmenn Cleveland Cavaliers höfðu fengið mjög sérstaka gjöf frá LeBron James áður en úrslitakeppnin hófst en fyrir leik tvö þá færði hann þeim einnig tísku-heyrnartól frá Beats. Leikmenn fengu brynju í fullri stærð áður en úrslitakeppnin byrjaði og það var ekki hægt að kvarta yfir áhrifum hennar á liðið sem vann fyrstu tíu leiki úrslitakeppninnar. LeBron James er mjög umhugað um skilaboðin sem fylgja gjöfunum og þær eru líka persónulegar. Brynjurnar sem hann gaf hverjum og einum leikmanni fyrir úrslitakeppnina voru til dæmis merktar viðkomandi leikmanni en þær voru í fullri stærð og mjög vandaðar. Með brynjunni fylgdu jafnframt skilaboð um vernd og samheldni. Gjöfin fyrir leik tvö voru gyllt „Beats By Dre“ heyrnartól en það var ekki það eina því með þeim fylgdu persónuleg skilaboð frá LeBron James sem áttu að kveikja í hans mönnum. Liðfélagar LeBron James hafa verið að segja fjölmiðlamönnum frá gjöfum leiðtoga síns en ekki er vitað hvort að þetta hafi átt að vera eitthvað leyndarmál. Gjafirnar eru hinsvegar mjög sérstakar og sértækar. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru komnir niður í holu í úrslitum NBA-deildarinnar eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunum á móti Golden State Warriors. Fáir körfuboltaspekingar í Bandaríkjunum haga trú á Cleveland-liðinu og einhverjir eru jafnvel sannfærðir um að Cleveland-liðið eigi bara ekki möguleika í Golden State Warriors og verði sópað í sumarfrí. LeBron James reyndi að kveikja í liðsfélögunum með veglegri gjöf fyrir leik tvö en liðið steinlá samt með 33 stigum. Þetta var önnur gjöf kappans til liðfélaga sinna í þessari úrslitakeppni. Hann hefur svo sem efni á því að gefa mönnum veglegar gjafir enda peningar ekkert vandamál á því heimili. Allir leikmenn Cleveland Cavaliers höfðu fengið mjög sérstaka gjöf frá LeBron James áður en úrslitakeppnin hófst en fyrir leik tvö þá færði hann þeim einnig tísku-heyrnartól frá Beats. Leikmenn fengu brynju í fullri stærð áður en úrslitakeppnin byrjaði og það var ekki hægt að kvarta yfir áhrifum hennar á liðið sem vann fyrstu tíu leiki úrslitakeppninnar. LeBron James er mjög umhugað um skilaboðin sem fylgja gjöfunum og þær eru líka persónulegar. Brynjurnar sem hann gaf hverjum og einum leikmanni fyrir úrslitakeppnina voru til dæmis merktar viðkomandi leikmanni en þær voru í fullri stærð og mjög vandaðar. Með brynjunni fylgdu jafnframt skilaboð um vernd og samheldni. Gjöfin fyrir leik tvö voru gyllt „Beats By Dre“ heyrnartól en það var ekki það eina því með þeim fylgdu persónuleg skilaboð frá LeBron James sem áttu að kveikja í hans mönnum. Liðfélagar LeBron James hafa verið að segja fjölmiðlamönnum frá gjöfum leiðtoga síns en ekki er vitað hvort að þetta hafi átt að vera eitthvað leyndarmál. Gjafirnar eru hinsvegar mjög sérstakar og sértækar. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira