Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 11:15 Samningaviðræður hafa gengið illa á milli flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton/Heiða Ríkisstjórnin fundar nú í Stjórnarráðinu. Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Líklegt er að til umræðu sé hvort setja eigi bráðabirgðalög svo stöðva megi yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem staðið hefur yfir frá 6. apríl. Fundurinn hófst klukkan ellefu en óeðlilegt er að ríkisstjórnin fundi á þessum tíma þar sem Alþingi er komið í sumarfríi. Þegar þing er starfandi eru ríkisstjórnarfundir yfirleitt haldnir á þriðjudögum og föstudögum. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur yfirvinnubannið staðið yfir í tvo mánuði eða frá 6. apríl síðastliðnum. Á þeim tíma hefur næturumferð um Keflavíkurflugvöll legið niðri í fjórgang vegna veikinda vakthafandi flugumferðarstjóra. Samkvæmt heimildum Vísis ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Greint hefur verið frá því í að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. Þá telja Samtök ferðaþjónustunnar óásættanlegt að ferðaþjónustunni og almannahagsmunum sé stefnt í voða með þeim aðstæðum sem yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur skapað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar nú í Stjórnarráðinu. Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Líklegt er að til umræðu sé hvort setja eigi bráðabirgðalög svo stöðva megi yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem staðið hefur yfir frá 6. apríl. Fundurinn hófst klukkan ellefu en óeðlilegt er að ríkisstjórnin fundi á þessum tíma þar sem Alþingi er komið í sumarfríi. Þegar þing er starfandi eru ríkisstjórnarfundir yfirleitt haldnir á þriðjudögum og föstudögum. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur yfirvinnubannið staðið yfir í tvo mánuði eða frá 6. apríl síðastliðnum. Á þeim tíma hefur næturumferð um Keflavíkurflugvöll legið niðri í fjórgang vegna veikinda vakthafandi flugumferðarstjóra. Samkvæmt heimildum Vísis ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Greint hefur verið frá því í að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. Þá telja Samtök ferðaþjónustunnar óásættanlegt að ferðaþjónustunni og almannahagsmunum sé stefnt í voða með þeim aðstæðum sem yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur skapað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51
Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00
Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00
Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23