Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 15:00 Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. Þá myndi hann strax byrja að skipuleggja heimsóknir þjóðarinnar á Bessastaði sem hann segir að verði áfram „pjattstaður og pótintáta“ verði hann ekki kosinn forseti. Davíð er þriðji forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Betra að biðjast afsökunar á ummælum en hlaupa frá þeim Að mati Davíðs er mjög æskilegt að þjóðin viti hvar hún hefur forseta sinn. „Þess vegna er svo mikilvægt að hann hlaupi ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og fari ekki hreinlega með ósannindi eins og við höfum séð nýleg dæmi um, það er ekki gott.“Ertu þá að vísa til Guðna Th.? „Ég er bara að nefna það sem við höfum séð nýleg dæmi um eins og þú varst að nefna hér áður. Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið að þjóðin þekki forseta sinn og viti hvar hún hefur hann og hann hlaupi alls ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og gert. Það sé miklu betra bara að biðjast afsökunar á því hafi hann sagt eitthvað sem hann sjái eftir núna en ekki að hlaupa frá því og kannast ekki við það.“ Aðspurður segist Davíð ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinum slíkum yfirlýsingum. „Ég stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið og ef að þær væru þess eðlis sem við höfum séð nýlega þá myndi ég vera mjög hugsandi yfir minni stöðu, hvort ég gæti gegnt embætti forseta Íslands.“Þjóðarsigur þegar Ólafur Ragnar synjaði Icesave-samningum í tvígang Mikið hefur verið rætt um málskotsrétt forseta sem einnig er kallað synjunarvald í kosningabaráttunni enda beitti núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, því fyrstur allra. Hann gerði það í fyrsta sinn árið 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögum Davíðs staðfestingar og svo neitaði hann í tvígang að samþykkja Icesave-samninga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Að mati Davíðs var það ekki heppilegt að Ólafur skuli hafa synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar en hann segir að það hafi verið gert í þágu fjölmiðlafyrirtækins Norðurljósa, forvera 365. Ólafur hafi hins vegar gert rétt þegar hann synjaði Icesave. „Þegar hann gerði það í þágu þessa fyrirtækis hér þá var það ekki heppilegt enda var það þannig að þau lög áttu ekki að taka gildi fyrr en þremur árum seinna eftir kosningar þannig að það var fráleitt að beita því. Enda fór það mál ekkert til þjóðarinnar. Það var þess vegna ekki málskotsréttur sem var að virka þar. En varðandi Icesave þá var það mjög mikil björgunaraðgerð af hálfu forsetans. Það reyndar börðust allir gegn því. Fjölmiðlarnir þessir tveir bæði þið þessi fjölmiðill og Ríkisútvarpið börðust harkalega gegn forsetanum og reyndar öll elítan háskólaprófessorarnir sem við þekkjum en þjóðin tók afstöðu með forsetanum og afstöðu með sjálfri sér og það var mikill sigur þjóðarsigur.“Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. Þá myndi hann strax byrja að skipuleggja heimsóknir þjóðarinnar á Bessastaði sem hann segir að verði áfram „pjattstaður og pótintáta“ verði hann ekki kosinn forseti. Davíð er þriðji forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Betra að biðjast afsökunar á ummælum en hlaupa frá þeim Að mati Davíðs er mjög æskilegt að þjóðin viti hvar hún hefur forseta sinn. „Þess vegna er svo mikilvægt að hann hlaupi ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og fari ekki hreinlega með ósannindi eins og við höfum séð nýleg dæmi um, það er ekki gott.“Ertu þá að vísa til Guðna Th.? „Ég er bara að nefna það sem við höfum séð nýleg dæmi um eins og þú varst að nefna hér áður. Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið að þjóðin þekki forseta sinn og viti hvar hún hefur hann og hann hlaupi alls ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og gert. Það sé miklu betra bara að biðjast afsökunar á því hafi hann sagt eitthvað sem hann sjái eftir núna en ekki að hlaupa frá því og kannast ekki við það.“ Aðspurður segist Davíð ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinum slíkum yfirlýsingum. „Ég stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið og ef að þær væru þess eðlis sem við höfum séð nýlega þá myndi ég vera mjög hugsandi yfir minni stöðu, hvort ég gæti gegnt embætti forseta Íslands.“Þjóðarsigur þegar Ólafur Ragnar synjaði Icesave-samningum í tvígang Mikið hefur verið rætt um málskotsrétt forseta sem einnig er kallað synjunarvald í kosningabaráttunni enda beitti núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, því fyrstur allra. Hann gerði það í fyrsta sinn árið 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögum Davíðs staðfestingar og svo neitaði hann í tvígang að samþykkja Icesave-samninga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Að mati Davíðs var það ekki heppilegt að Ólafur skuli hafa synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar en hann segir að það hafi verið gert í þágu fjölmiðlafyrirtækins Norðurljósa, forvera 365. Ólafur hafi hins vegar gert rétt þegar hann synjaði Icesave. „Þegar hann gerði það í þágu þessa fyrirtækis hér þá var það ekki heppilegt enda var það þannig að þau lög áttu ekki að taka gildi fyrr en þremur árum seinna eftir kosningar þannig að það var fráleitt að beita því. Enda fór það mál ekkert til þjóðarinnar. Það var þess vegna ekki málskotsréttur sem var að virka þar. En varðandi Icesave þá var það mjög mikil björgunaraðgerð af hálfu forsetans. Það reyndar börðust allir gegn því. Fjölmiðlarnir þessir tveir bæði þið þessi fjölmiðill og Ríkisútvarpið börðust harkalega gegn forsetanum og reyndar öll elítan háskólaprófessorarnir sem við þekkjum en þjóðin tók afstöðu með forsetanum og afstöðu með sjálfri sér og það var mikill sigur þjóðarsigur.“Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14