NBA: Þá var aftur kátt í Cleveland-höllinni | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 07:00 LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti