Banna ætti bruna svartolíu við Ísland Svavar Hávarðsson skrifar 30. maí 2016 07:00 Háspennutengingum þarf að koma upp í stærstu höfnum sem taka á móti skemmtiferðaskipum – ríkið þarf að koma að slíku verkefni. vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ættu í ljósi skuldbindinga samkvæmt nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna að taka alvarlega til skoðunar að lögfesta sjötta viðauka við Marpol-samninginn – alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum. Þar er fjallað um takmörkun á útblæstri, losun á sorpi og efnaúrgangi í sjó. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, um útblástur og landtengingar skipa sem hann kynnti á fundi stjórnar 13. maí. Í ljósi samningsins verða Íslendingar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis um 350 til 400 þúsund tonn á næstu fimmtán árum en þetta verður ekki gert nema með verulegum fjárfestingum í rafmagni. Í þessu samhengi rekur Gísli tæknilegar lausnir við að koma á landtengingum skipa sem hægt er að koma á nú þegar og getur minnkað notkun á jarðefnaeldsneyti og dregið úr útblæstri.Gísli GíslasonÍ víðara samhengi segir Gísli að stærsta aðgerðin við að draga úr útblæstri skipa sé sjötti viðauki Marpol-samningsins – sem hefur skilað markverðum árangri innan sérstakra svæða (ECA) þar sem takmarkanir á útblæstri eru í gildi. Sífellt fleiri lönd hafa skoðað lögfestingu viðaukans og fyrir liggja hugmyndir um útvíkkun svæðanna með því að ný hafsvæði falli undir ákvæði hans. En hugmyndir um að ákvæðin gildi á hafsvæðinu við Ísland hafa ekki verið viðraðar, þó Ísland sé aðili Marpol-samningsins síðan 1985. Allir viðaukar samningsins utan þess sjötta hafa öðlast gildi hér. Gísli gerir að tillögu sinni að umhverfislögsaga Íslands verði gerð að ECA-svæði, þannig að skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla strangar reglur um efnainnihald eldsneytis. „Verndun umhverfislögsögu Íslands er gríðarlega mikilvægt verkefni til verndunar á lífríki sjávar við Ísland. Ferillinn er sá að Viðauki VI er fyrst innleiddur en hann leyfir í dag 3,5 prósent brennistein þ.e. svartolíu eins og hann er í dag. Um leið og hann hefur verið innleiddur er hægt að taka næsta skref, sem er að fá umhverfislögsögu Íslands (200 mílur) samþykkta sem ECA-svæði þar sem hæsta leyfilega magn brennisteins í eldsneyti er 0,1% (það sama og er leyfilegt í höfnum). Þetta þýðir að einungis megi nota skipagasolíu (Marine Gas Oil) eða vistvænt eldsneyti á svæðinu,“ skrifar Gísli og áréttar að verið sé að vinna gegn súrnun sjávar og að efnaúrgangur frá óhreinum eldsneytisbruna fari í hafið – sem er risavaxið hagsmunamál fyrir Ísland. „Lítil almenn umræða hefur átt sér stað um aðkomu Íslands að regluverki viðaukans sem myndi takmarka verulega eða banna notkun á svartolíu sem eldsneyti á skip, en áskilja að nota hreinna eldsneyti,“ bætir Gísli við. Minnisblaðið hefur verið sent Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, með fullum stuðningi stjórnar Faxaflóahafna.Auðvelt að uppfylla ströng skilyrði? Eimskip og Samskip uppfylla Viðauka VI við Marpol-samninginn, enda sigla skip félaganna innan ECA-svæða í Norður Evrópu að stórum hluta – en brenna svartolíu utan þeirra. Sama gildir um stór skemmtiferðaskip sem sigla frá Ameríku og Evrópu. Íslenski fiskiskipaflotinn brennir að mestu léttari skipaolíu (Marine diesel oil) þó einhver skip brenni svartolíu enn þá. Með endurnýjun skipaflotans er mjög horft til að skipin brenni eldsneyti sem uppfyllir Viðauka VI – t.d. á það við um öll nýjustu skip HB Granda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ættu í ljósi skuldbindinga samkvæmt nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna að taka alvarlega til skoðunar að lögfesta sjötta viðauka við Marpol-samninginn – alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum. Þar er fjallað um takmörkun á útblæstri, losun á sorpi og efnaúrgangi í sjó. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, um útblástur og landtengingar skipa sem hann kynnti á fundi stjórnar 13. maí. Í ljósi samningsins verða Íslendingar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis um 350 til 400 þúsund tonn á næstu fimmtán árum en þetta verður ekki gert nema með verulegum fjárfestingum í rafmagni. Í þessu samhengi rekur Gísli tæknilegar lausnir við að koma á landtengingum skipa sem hægt er að koma á nú þegar og getur minnkað notkun á jarðefnaeldsneyti og dregið úr útblæstri.Gísli GíslasonÍ víðara samhengi segir Gísli að stærsta aðgerðin við að draga úr útblæstri skipa sé sjötti viðauki Marpol-samningsins – sem hefur skilað markverðum árangri innan sérstakra svæða (ECA) þar sem takmarkanir á útblæstri eru í gildi. Sífellt fleiri lönd hafa skoðað lögfestingu viðaukans og fyrir liggja hugmyndir um útvíkkun svæðanna með því að ný hafsvæði falli undir ákvæði hans. En hugmyndir um að ákvæðin gildi á hafsvæðinu við Ísland hafa ekki verið viðraðar, þó Ísland sé aðili Marpol-samningsins síðan 1985. Allir viðaukar samningsins utan þess sjötta hafa öðlast gildi hér. Gísli gerir að tillögu sinni að umhverfislögsaga Íslands verði gerð að ECA-svæði, þannig að skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla strangar reglur um efnainnihald eldsneytis. „Verndun umhverfislögsögu Íslands er gríðarlega mikilvægt verkefni til verndunar á lífríki sjávar við Ísland. Ferillinn er sá að Viðauki VI er fyrst innleiddur en hann leyfir í dag 3,5 prósent brennistein þ.e. svartolíu eins og hann er í dag. Um leið og hann hefur verið innleiddur er hægt að taka næsta skref, sem er að fá umhverfislögsögu Íslands (200 mílur) samþykkta sem ECA-svæði þar sem hæsta leyfilega magn brennisteins í eldsneyti er 0,1% (það sama og er leyfilegt í höfnum). Þetta þýðir að einungis megi nota skipagasolíu (Marine Gas Oil) eða vistvænt eldsneyti á svæðinu,“ skrifar Gísli og áréttar að verið sé að vinna gegn súrnun sjávar og að efnaúrgangur frá óhreinum eldsneytisbruna fari í hafið – sem er risavaxið hagsmunamál fyrir Ísland. „Lítil almenn umræða hefur átt sér stað um aðkomu Íslands að regluverki viðaukans sem myndi takmarka verulega eða banna notkun á svartolíu sem eldsneyti á skip, en áskilja að nota hreinna eldsneyti,“ bætir Gísli við. Minnisblaðið hefur verið sent Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, með fullum stuðningi stjórnar Faxaflóahafna.Auðvelt að uppfylla ströng skilyrði? Eimskip og Samskip uppfylla Viðauka VI við Marpol-samninginn, enda sigla skip félaganna innan ECA-svæða í Norður Evrópu að stórum hluta – en brenna svartolíu utan þeirra. Sama gildir um stór skemmtiferðaskip sem sigla frá Ameríku og Evrópu. Íslenski fiskiskipaflotinn brennir að mestu léttari skipaolíu (Marine diesel oil) þó einhver skip brenni svartolíu enn þá. Með endurnýjun skipaflotans er mjög horft til að skipin brenni eldsneyti sem uppfyllir Viðauka VI – t.d. á það við um öll nýjustu skip HB Granda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira