Ummæli þýsks stjórnmálamanns um Boateng vekja reiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2016 12:30 vísir/getty Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016 EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Sjá meira
Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Sjá meira