Hermann: Það er búið að sparka í liggjandi menn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2016 18:20 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. Vísir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn ÍA í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Það hefur mikið gengið á í vikunni hjá Hermanni og Fylkismönnum eftir að Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna á mánudag. „Það er búið að sparka í liggjandi menn og þetta var frábært hjá mínum mönnum,“ sagði Hermann í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, frá upphafi til enda. Ég er hrikalega ánægður með baráttuna í okkar mönnum og hvernig okkur tókst að leysa verkefnið úti á vellinum.“ „Við sköpuðum fullt af færum og á góðum degi hefðum við getað skorað nokkur í viðbót. En það sem stendur upp úr er það sem við gerðum úti á vellinum. Hver einasti leikmaður lagði sig fram og á heiður skilinn fyrir frammistöðuna.“ „Við stjórnuðum spilinu og það sást á mönnum að þeir nutu þess að spila fótbolta og vera til,“ sagði Hermann sem hefur ekki áhyggjur af því að mönnum tókst ekki að nýta færin nægilega vel í dag. „Svo lengi sem við fáum færi og erum að vinna okkar baráttur - erum líka silkislakir á boltanum - þá er þetta hrikalega skemmtilegt. Við vorum rosalega flottir í dag.“ Fylkir á Fjölni á heimavelli í næsta leik en Hermann segir alla einbeitingu vera á hans eigin leikmönnum. „Við erum að hugsa um hvað við getum gert vel. Ef við eru einbeittir að því þá munum við taka fullt af stigum í sumar. Auðvitað verður boltinn að fara yfir línuna en ef við höldum áfram að skapa okkur færi þá koma mörkin.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 1-1 | Fylkismenn nældu í fyrsta stig sumarsins - Sjáðu mörkin Fylkismenn kræktu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í dag í 1-1 jafntefli gegn ÍA upp á Skaga í dag en Árbæingar voru óheppnir að næla ekki í öll þrjú stigin. 21. maí 2016 18:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn ÍA í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Það hefur mikið gengið á í vikunni hjá Hermanni og Fylkismönnum eftir að Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna á mánudag. „Það er búið að sparka í liggjandi menn og þetta var frábært hjá mínum mönnum,“ sagði Hermann í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, frá upphafi til enda. Ég er hrikalega ánægður með baráttuna í okkar mönnum og hvernig okkur tókst að leysa verkefnið úti á vellinum.“ „Við sköpuðum fullt af færum og á góðum degi hefðum við getað skorað nokkur í viðbót. En það sem stendur upp úr er það sem við gerðum úti á vellinum. Hver einasti leikmaður lagði sig fram og á heiður skilinn fyrir frammistöðuna.“ „Við stjórnuðum spilinu og það sást á mönnum að þeir nutu þess að spila fótbolta og vera til,“ sagði Hermann sem hefur ekki áhyggjur af því að mönnum tókst ekki að nýta færin nægilega vel í dag. „Svo lengi sem við fáum færi og erum að vinna okkar baráttur - erum líka silkislakir á boltanum - þá er þetta hrikalega skemmtilegt. Við vorum rosalega flottir í dag.“ Fylkir á Fjölni á heimavelli í næsta leik en Hermann segir alla einbeitingu vera á hans eigin leikmönnum. „Við erum að hugsa um hvað við getum gert vel. Ef við eru einbeittir að því þá munum við taka fullt af stigum í sumar. Auðvitað verður boltinn að fara yfir línuna en ef við höldum áfram að skapa okkur færi þá koma mörkin.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 1-1 | Fylkismenn nældu í fyrsta stig sumarsins - Sjáðu mörkin Fylkismenn kræktu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í dag í 1-1 jafntefli gegn ÍA upp á Skaga í dag en Árbæingar voru óheppnir að næla ekki í öll þrjú stigin. 21. maí 2016 18:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 1-1 | Fylkismenn nældu í fyrsta stig sumarsins - Sjáðu mörkin Fylkismenn kræktu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í dag í 1-1 jafntefli gegn ÍA upp á Skaga í dag en Árbæingar voru óheppnir að næla ekki í öll þrjú stigin. 21. maí 2016 18:45