Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 18:30 Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00