Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 18:30 Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00