Þarf að endurheimta traust flokksins Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. maí 2016 07:00 Sigmundur mætti í Sprengisand á Bylgjunni í gær og ræddi væntanlegt formannsframboð, atburðarás vorsins og fund sinn með forsetanum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það kemur í ljós á næstu vikum hvort honum tekst að endurheimta traust flokksmanna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, að halda áfram í stjórnmálum.Stefanía segir Sigmund þurfa að vinna inn traust.Fram kom í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að hann ætlar að bjóða sig fram sem formaður flokksins á ný og til þings í haust. Þá segist Sigmundur gera ráð fyrir að hann njóti áfram stuðnings til þess og það kæmi honum á óvart ef flokkurinn ætlaði að láta atburðarás vorsins hafa áhrif á það.„Nei“ Stefanía segir þá flokksmenn sem hafa mögulega búið sig undir formannsframboð í erfiðri stöðu. Margir renni hýru auga til Lilju Alfreðsdóttur. „Já, það eru margir sem renna hýru auga til Lilju, en ég hef heyrt hana segja að hún færi ekki gegn Sigmundi. Sumir gætu þannig verið í erfiðri stöðu og þetta getur valdið streitu innan flokksins. Þeir sem hafa hug á formannsframboði eru líklegir til að halda sig til hlés í fyrstu og gefa ekkert út um það opinberlega nema Sigmundi takist ekki að endurheimta traustið.“ Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segist ekki hafa hugleitt formannsframboð. „Nei,“ segir hún.Margir telja Lilju Alfreðsdóttur efni í formann en hún hefur ekki íhugað það.Fréttablaðið/Stefán KarlssonVorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn 4. júní. Þar heldur Sigmundur ræðu og gefst flokksfélögum kostur á að ræða við hann í umræðum. Á meðal þess sem flokksfélagar hans eru ósáttir við er að hann ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann sendi út yfirlýsingu á Facebook um þingrof, skyldu þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki treysta sér til að styðja ríkisstjórnina. Eftir yfirlýsinguna fór hann á fund forseta á Bessastöðum og flokksmenn fylgdust með atburðarásinni illa upplýstir. Á sama tíma fóru framsóknarmenn á Akureyri fram á „tafarlausa afsögn“ formanns síns úr embætti forsætisráðherra.Guðmundur Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks segist geta séð Sigurð Inga fyrir sér sem formann.Fréttablaðið/ValgarðurStefanía segir að í þessu ljósi sé ekki alveg ljóst hvort Sigmundur njóti fulls trausts í flokknum. „Það er ljóst að hann vill reyna á það. Hann sagði að hann myndi snúa til baka sem óbreyttur þingmaður og að hann vildi leiða flokkinn. Það eru skiptar skoðanir innan og utan flokks á því hvort hann eigi að verða formaður. Flokksmenn munu meta það hvaða áhrif það mun hafa, hvort það verði til bóta eða dragi flokkinn niður,“ en fylgi flokksins fór undir níu prósent í apríl og er nú undir tólf prósentum.Ánægja með Sigurð Inga „Það kemur á óvart að yfirlýsing um framboð kemur áður en hann er búinn að ræða við flokksmenn,“ segir Stefán Bogi Sveinsson,bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði,um þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, að halda áfram í stjórnmálum. „Það hefði verið eðlilegt að taka umræðu um þetta áður, en það er auðvitað lítið að segja við því þegar fólk býður sig fram til trúnaðarstarfa,“ segir Stefán Bogi sem segist telja það góðan kost að Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi forsætisráðherra og varaformaður flokksins, tæki við keflinu. „Ég bjóst við þessu, að hann myndi koma fram með þetta sjónarmið að vilja halda áfram,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. Hann var í hópi þeirra sem vildu að Sigmundur viki sem forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. „Það er í höndum flokksmanna hver framtíðin verður. Það hefur verið boðað til miðstjórnarfundar og þar verða þessi mál rædd.“ Aðspurður hvort hann gæti séð aðra einstaklinga koma til greina í formannssætið vísar Guðmundur í góð störf Sigurðar Inga Jóhannssonar sem forsætisráðherra. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel sem forsætisráðherra. Ég sæi hann alveg fyrir mér sem formann flokksins líka. En þetta er fyrst og fremst eitthvað sem við framsóknarfólk þurfum að taka ákvörðun um.“ Fréttastofa ræddi við áhrifafólk í flokknum sem vildi hvorki tjá sig um málið né lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við Sigmund Davíð eða annan frambjóðanda til embættis formanns. Flestir vísuðu í að flokksmenn tækju umræðuna og ákvörðun um framtíð Sigmundar á miðstjórnarfundi og flokksþingi.Kosningar ekki endilega í haustSigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í gær ekki endilega gera ráð fyrir því að kosningar yrðu í haust. Hann sæi ekki fyrir sér að „stóru málunum“ yrði lokið fyrir september, október. Þá hefði því verið fleygt víðar en í Framsókn að ekki væri hentugt að kjósa í haust.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ummælin athyglisverð í ljósi þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, hafi lagt til kosningar í haust. „Við í stjórnarandstöðunni lögðum fram skýrar tillögur um að kjósa í vor, ég er enn þeirrar skoðunar að það hefði verið langheppilegast.“ Hún væntir þess að forystumenn stjórnarinnar þurfi að tala við félaga sinn. „Núverandi ríkisstjórn er búin að tilkynna að það verði kosningar í haust. Það er búið að breyta starfsáætlun Alþingis til samræmis við það,“ bætir hún við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Leiðrétting. Stefán Bogi Sveinsson var ranglega sagður forseti bæjarstjórnar í Fljótdalshéraði í upphaflegri frétt Fréttablaðsins. Það er rangt, hann er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði og efsti maður á lista. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira
„Það kemur í ljós á næstu vikum hvort honum tekst að endurheimta traust flokksmanna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, að halda áfram í stjórnmálum.Stefanía segir Sigmund þurfa að vinna inn traust.Fram kom í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að hann ætlar að bjóða sig fram sem formaður flokksins á ný og til þings í haust. Þá segist Sigmundur gera ráð fyrir að hann njóti áfram stuðnings til þess og það kæmi honum á óvart ef flokkurinn ætlaði að láta atburðarás vorsins hafa áhrif á það.„Nei“ Stefanía segir þá flokksmenn sem hafa mögulega búið sig undir formannsframboð í erfiðri stöðu. Margir renni hýru auga til Lilju Alfreðsdóttur. „Já, það eru margir sem renna hýru auga til Lilju, en ég hef heyrt hana segja að hún færi ekki gegn Sigmundi. Sumir gætu þannig verið í erfiðri stöðu og þetta getur valdið streitu innan flokksins. Þeir sem hafa hug á formannsframboði eru líklegir til að halda sig til hlés í fyrstu og gefa ekkert út um það opinberlega nema Sigmundi takist ekki að endurheimta traustið.“ Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segist ekki hafa hugleitt formannsframboð. „Nei,“ segir hún.Margir telja Lilju Alfreðsdóttur efni í formann en hún hefur ekki íhugað það.Fréttablaðið/Stefán KarlssonVorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn 4. júní. Þar heldur Sigmundur ræðu og gefst flokksfélögum kostur á að ræða við hann í umræðum. Á meðal þess sem flokksfélagar hans eru ósáttir við er að hann ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann sendi út yfirlýsingu á Facebook um þingrof, skyldu þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki treysta sér til að styðja ríkisstjórnina. Eftir yfirlýsinguna fór hann á fund forseta á Bessastöðum og flokksmenn fylgdust með atburðarásinni illa upplýstir. Á sama tíma fóru framsóknarmenn á Akureyri fram á „tafarlausa afsögn“ formanns síns úr embætti forsætisráðherra.Guðmundur Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks segist geta séð Sigurð Inga fyrir sér sem formann.Fréttablaðið/ValgarðurStefanía segir að í þessu ljósi sé ekki alveg ljóst hvort Sigmundur njóti fulls trausts í flokknum. „Það er ljóst að hann vill reyna á það. Hann sagði að hann myndi snúa til baka sem óbreyttur þingmaður og að hann vildi leiða flokkinn. Það eru skiptar skoðanir innan og utan flokks á því hvort hann eigi að verða formaður. Flokksmenn munu meta það hvaða áhrif það mun hafa, hvort það verði til bóta eða dragi flokkinn niður,“ en fylgi flokksins fór undir níu prósent í apríl og er nú undir tólf prósentum.Ánægja með Sigurð Inga „Það kemur á óvart að yfirlýsing um framboð kemur áður en hann er búinn að ræða við flokksmenn,“ segir Stefán Bogi Sveinsson,bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði,um þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, að halda áfram í stjórnmálum. „Það hefði verið eðlilegt að taka umræðu um þetta áður, en það er auðvitað lítið að segja við því þegar fólk býður sig fram til trúnaðarstarfa,“ segir Stefán Bogi sem segist telja það góðan kost að Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi forsætisráðherra og varaformaður flokksins, tæki við keflinu. „Ég bjóst við þessu, að hann myndi koma fram með þetta sjónarmið að vilja halda áfram,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. Hann var í hópi þeirra sem vildu að Sigmundur viki sem forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. „Það er í höndum flokksmanna hver framtíðin verður. Það hefur verið boðað til miðstjórnarfundar og þar verða þessi mál rædd.“ Aðspurður hvort hann gæti séð aðra einstaklinga koma til greina í formannssætið vísar Guðmundur í góð störf Sigurðar Inga Jóhannssonar sem forsætisráðherra. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel sem forsætisráðherra. Ég sæi hann alveg fyrir mér sem formann flokksins líka. En þetta er fyrst og fremst eitthvað sem við framsóknarfólk þurfum að taka ákvörðun um.“ Fréttastofa ræddi við áhrifafólk í flokknum sem vildi hvorki tjá sig um málið né lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við Sigmund Davíð eða annan frambjóðanda til embættis formanns. Flestir vísuðu í að flokksmenn tækju umræðuna og ákvörðun um framtíð Sigmundar á miðstjórnarfundi og flokksþingi.Kosningar ekki endilega í haustSigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í gær ekki endilega gera ráð fyrir því að kosningar yrðu í haust. Hann sæi ekki fyrir sér að „stóru málunum“ yrði lokið fyrir september, október. Þá hefði því verið fleygt víðar en í Framsókn að ekki væri hentugt að kjósa í haust.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ummælin athyglisverð í ljósi þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, hafi lagt til kosningar í haust. „Við í stjórnarandstöðunni lögðum fram skýrar tillögur um að kjósa í vor, ég er enn þeirrar skoðunar að það hefði verið langheppilegast.“ Hún væntir þess að forystumenn stjórnarinnar þurfi að tala við félaga sinn. „Núverandi ríkisstjórn er búin að tilkynna að það verði kosningar í haust. Það er búið að breyta starfsáætlun Alþingis til samræmis við það,“ bætir hún við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Leiðrétting. Stefán Bogi Sveinsson var ranglega sagður forseti bæjarstjórnar í Fljótdalshéraði í upphaflegri frétt Fréttablaðsins. Það er rangt, hann er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði og efsti maður á lista.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira