Engin brúðkaupsferð hjá Vardy sem giftir sig á miðvikudaginn og mætir svo á æfingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 11:00 Jamie Vardy skoraði 24 mörk í úrvalsdeildinni. vísir/getty Jamie Vardy, framherji Englandsmeistara Leicester, verður ekki með enska landsliðinu sem mætir Ástralíu í vináttuleik á Wembley á föstudaginn. Vardy fær stutt frí til að ganga í það heilaga með unnustu sinni á miðvikudaginn. Vardy frestaði brúðkaupi sínu á síðasta ári og færði það svo aftur en til stóð að hann myndi gifta sig í júní á þessu ári. Þegar hann fór að raða inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og komst í landsliðið var orðið ljóst að hann yrði upptekinn með Englandi á EM í Frakklandi. „Hann verðskuldar þetta frí,“ sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, um framherjann magnaða sem skoraði 24 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og varð næstmarkahæstur á eftir félaga sínum í landsliðinu, Harry Kane. „Staða hans í liðinu á þessari stundu er ekki í mikilli hættu og svo eru líka aðrir leikmenn sem við þurfum að skoða,“ sagði Hodgson við fréttamenn. Vardy fer þó ekki í neina brúðkaupsferð enda er hann staðráðinn í að vera í byrjunarliði enska landsliðsins í fyrsta leiknum á Evrópumótinu. „Stjórinn gaf mér frí á miðvikudaginn til að gifta mig en ég mæti á æfingu beint eftir það,“ segir Jamie Vardy. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Jamie Vardy, framherji Englandsmeistara Leicester, verður ekki með enska landsliðinu sem mætir Ástralíu í vináttuleik á Wembley á föstudaginn. Vardy fær stutt frí til að ganga í það heilaga með unnustu sinni á miðvikudaginn. Vardy frestaði brúðkaupi sínu á síðasta ári og færði það svo aftur en til stóð að hann myndi gifta sig í júní á þessu ári. Þegar hann fór að raða inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og komst í landsliðið var orðið ljóst að hann yrði upptekinn með Englandi á EM í Frakklandi. „Hann verðskuldar þetta frí,“ sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, um framherjann magnaða sem skoraði 24 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og varð næstmarkahæstur á eftir félaga sínum í landsliðinu, Harry Kane. „Staða hans í liðinu á þessari stundu er ekki í mikilli hættu og svo eru líka aðrir leikmenn sem við þurfum að skoða,“ sagði Hodgson við fréttamenn. Vardy fer þó ekki í neina brúðkaupsferð enda er hann staðráðinn í að vera í byrjunarliði enska landsliðsins í fyrsta leiknum á Evrópumótinu. „Stjórinn gaf mér frí á miðvikudaginn til að gifta mig en ég mæti á æfingu beint eftir það,“ segir Jamie Vardy.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira