Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 19:19 Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira