Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 19:19 Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira