Áfengisbann á Evrópumótinu i Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 18:12 Það verður vonandi svona stemmning á götum Lens 16. júní næstkomandi. Vísir/Getty Frakkar eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir möguleg átök stuðningsmanna í kringum leik nágrannanna Englands og Wales í B-riðli Evrópumótsins í Frakklandi í næsta mánuði. Það á að reyna að hafa stjórn á ástandinu í borginni Lens með því að halda áfengisneyslunni í lágmarki. Það eru aðeins sautján dagar í fyrsta leik Evrópumótsins og margir stuðningsmenn liðanna á mótinu farnir að undirbúa för sína til Frakklands. Það er skiljanlegt að Frakkar ætli að gera varúðaráðstafanir þegar búast má við stórum hópi fólks á svæðið allstaðar af úr álfunni. Leikurinn hjá Englandi og Wales fer fram í Lens 16. júní næstkomandi og hefst klukkan 15.00 að staðartíma. Borgaryfirvöld hafa nú tekið þá ákvörðun að setja á áfengisbann í kringum leikinn þennan fimmtudag. BBC segir frá. Stuðningsmenn liðanna mega ekki drekka áfengi frá sex um morguninn fram til sex á föstudagsmorguninn daginn eftir leikinn. Þeir stuðningsmenn sem hafa ekki fengið miða á leikinn er líka ráðlagt að ferðast ekki til Lens í kringum leikinn. Breska lögreglan hefur ráðlagt miðalausum stuðningsmönnum Englands að safnast frekar saman í Lille eða aðra borg í Frakklandi ætli þeir að horfa á leikinn saman. 1,6 milljónir beiðnir bárust UEFA frá enskum stuðningsmönnum sem vildu ná sér í miða á leiki Englendinga en aðeins 250 þúsund miðar fóru á endanum til enskra stuðningsmanna. Það er engu að síður búist við því að 350 til 500 þúsund Breta fari yfir til Frakklands á meðan mótinu stendur.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Frakkar eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir möguleg átök stuðningsmanna í kringum leik nágrannanna Englands og Wales í B-riðli Evrópumótsins í Frakklandi í næsta mánuði. Það á að reyna að hafa stjórn á ástandinu í borginni Lens með því að halda áfengisneyslunni í lágmarki. Það eru aðeins sautján dagar í fyrsta leik Evrópumótsins og margir stuðningsmenn liðanna á mótinu farnir að undirbúa för sína til Frakklands. Það er skiljanlegt að Frakkar ætli að gera varúðaráðstafanir þegar búast má við stórum hópi fólks á svæðið allstaðar af úr álfunni. Leikurinn hjá Englandi og Wales fer fram í Lens 16. júní næstkomandi og hefst klukkan 15.00 að staðartíma. Borgaryfirvöld hafa nú tekið þá ákvörðun að setja á áfengisbann í kringum leikinn þennan fimmtudag. BBC segir frá. Stuðningsmenn liðanna mega ekki drekka áfengi frá sex um morguninn fram til sex á föstudagsmorguninn daginn eftir leikinn. Þeir stuðningsmenn sem hafa ekki fengið miða á leikinn er líka ráðlagt að ferðast ekki til Lens í kringum leikinn. Breska lögreglan hefur ráðlagt miðalausum stuðningsmönnum Englands að safnast frekar saman í Lille eða aðra borg í Frakklandi ætli þeir að horfa á leikinn saman. 1,6 milljónir beiðnir bárust UEFA frá enskum stuðningsmönnum sem vildu ná sér í miða á leiki Englendinga en aðeins 250 þúsund miðar fóru á endanum til enskra stuðningsmanna. Það er engu að síður búist við því að 350 til 500 þúsund Breta fari yfir til Frakklands á meðan mótinu stendur.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira